R Kelly í gæsluvarðhaldi

Tónlistarmaðurinn gaf sig fram við lögreglu í Chicago.
Tónlistarmaðurinn gaf sig fram við lögreglu í Chicago. AFP

Tónlistarmaðurinn R Kelly gaf sig fram við lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í gær eftir að handtökuskipun á hendur honum var gefin út í kjölfar ákæru vegna tíu alvarlega kynferðisbrota gegn fjórum konum.

Samkvæmt BBC segir lögmaður Kelly hann vonsvikinn og þunglyndan vegna ákæranna og að hann standi við sakleysi sitt í málinu. Tónlistarmanninum býðst ekki að greiða lausnargjald til þess að losna úr gæsluvarðhaldinu, en honum er gert að koma fyrir dómara 8. mars, á alþjóðlegum degi kvenna.

Fjöldi kvenna hef­ur stigið fram og sakað R Kelly um kyn­ferðis­brot und­an­far­in ár, en meint brot munu hafa átt sér stað yfir rúm­lega tvo ára­tugi. Tón­list­armaður­inn hef­ur ávallt neitað ásök­un­un­um og hef­ur aldrei verið dæmd­ur.

R Kelly við handtökuna í gærkvöld.
R Kelly við handtökuna í gærkvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir