Þyrnum stráð frægð

Yalitza Aparicio fer með hlutverk Cleodegaria „Cleo
Yalitza Aparicio fer með hlutverk Cleodegaria „Cleo" Gutiérrez í myndinni Roma. AFP

Yalitza Aparicio er frá smábæ í Mexíkó. Hún hafði nýlokið leikskólakennaranámi þegar Alonso Cuarón fékk hana til þess að leika hlutverk heimilishjálpar í kvikmyndinni Roma. Nú er hún fyrsta konan af frumbyggjaættum sem er tilefnd til Óskarsverðlauna í aðalhlutverki. Margir gleðjast yfir velgengni hennar en aðrir ata hana aur rasismans. 

Yalitza Aparicio.
Yalitza Aparicio. AFP

Aparicio er 25 ára gömul og er að hluta mixtec og triqui (tveir ólíkir hópar frumbyggja í Oaxaca-ríki). Hún ólst upp í bænum Tlaxiaco en þar búa um 40 þúsund manns. Hún var 15 ára gömul þegar hún sá kvikmynd í fyrsta skipti á breiðtjaldi en það var í skólaferðalagi til Puebla, borgar sem er í um það bil 350 km fjarlægð frá heimabæ hennar. 

Stjórnandi Casa de la Cultura í bænum Tlaxiaco, Miguel Martinez.
Stjórnandi Casa de la Cultura í bænum Tlaxiaco, Miguel Martinez. AFP

Eina kvikmyndahúsinu í Tlaxiaco var lokað fyrir ári, segir Miguel Angel Martinez, sem stýrir menningarmiðstöð bæjarins. Myndirnar sem voru sýndar þar voru yfirleitt myndir sem nutu vinsælda mörgum árum fyrr. Reksturinn gekk illa ekki síst vegna mikillar samkeppni við svartamarkaðsviðskipti með sjóræningja-mynddiska. Nú er hægt að kaupa kvikmyndina Roma á 20 pesosa, rúmar 100 krónur, á markaðnum við kirkjuna í Tlaxiaco. 

Alls búa 40 þúsund manns í bænum Tlaxiaco í Oaxaca-ríki.
Alls búa 40 þúsund manns í bænum Tlaxiaco í Oaxaca-ríki. AFP

Aparicio fer með hlutverk húshjálpar af frumbyggjaættum í myndinni. Hún býr á heimili fjölskyldu í Mexíkóborg en handritið byggir á æskuminningum Cuarón á sjöunda áratugnum. 

Frá því myndin kom út hefur leikur Aparicio vakið heimsathygli og mikið lof og má finna andlit hennar í öllum helstu tímaritum og blöðum Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma hafa rasistar látið öllum illum látum á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra eru aðrir leikarar. 

Marina de Tavira, Alfonso Cuarón og Yalitza Aparicio.
Marina de Tavira, Alfonso Cuarón og Yalitza Aparicio. AFP

Einn þeirra er mexíkóski leikarinn Sergio Goyri Pérez sem er þekktur fyrir leik í sápuóperum í heimalandinu. Hann náðist á upptöku þar sem hann gagnrýndi tilnefningu bandarísku kvikmyndaakademíunnar á „indíána“ sem þykir niðrandi. Aðrir leikarar hafa efast um leikhæfileika hennar. En þá var Cuarón nóg boðið og kom Aparicio til varnar.

„Yalitza er einn besti leikari sem ég hef unnið með. Það er rangt og beinlínis rasismi að halda því fram að hún sé aðeins að leika sjálfa sig. Það er gríðarleg lítilsvirðing og gerir lítið úr konu fyrir þá sök eina að vera af frumbyggjaættum.“ 

Kvikmyndin Roma er tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna líkt og Favorite.
Kvikmyndin Roma er tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna líkt og Favorite. AFP

Cuarón er einn þekktasti og virtasti leikstjóri heims enda hefur hann fengið tíu tilnefningar til Óskarsverðlauna. Meðal þekktra mynda hans er Y Tu Mamá También (2001), Harry Potter and the Prisoner of Azkaban (2004), Children of Men (2006) og Gravity (2013). Cuarón er fyrsti rómanski leikstjórinn til þess að hljóta Óskarsverðlaun. 

Roma hlaut Gull-ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Hún hlaut tvenn Golden Globe-verðlaun, tvenn á Critics Choice-hátíðinni og á BAFTA hlaut hún fern verðlaun. Hún er tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna en hátíðin fer fram annað kvöld í Los Angeles.

Yalitza Aparicio.
Yalitza Aparicio. AFP

Í heimabæ Aparicio hafa viðbrögðin jafnvel verið neikvæð. „Ég er ekkert hrifinn af myndinni og enn síður leik hennar. Þetta er margþvælt,“ segir Rogelio Lopez, sem selur skartgripi í Tlaxiaco. 

Ekki eru allir á sama máli og segist Catalina Chavez listakona vonast innilega til þess að Aparicio hljóti verðlaunin. „Ég er mjög stolt af því hvernig hún er okkar fulltrúi – sem kona, frumbyggi, Mexíkói, landsbyggðarmanneskja og sem húshjálp.“

Aðrir tala um hversu gott það sé að sjá hversu jarðbundin Aparicio er þrátt fyrir nýfundna frægð og frama. „Ég var hér í desember og þá sá ég hana á göngu með móður sinni. Þær voru í innkaupaleiðangri. Allt eins og venjulega,“ segir gömul skólasystir hennar.

Aparicio segir þegar hún er spurð út í hatursorðræðuna á samfélagsmiðlum að hún vonist til þess að þessu fari að ljúka. „Aldrei hvarflaði að mér að ég yrði hluti af þessum frægðarheimi. Þetta er allt eins og ævintýri fyrir mér því allt mitt líf hef ég séð konur á skjánum sem líta allt öðruvísi út en ég,“ sagði hún í viðtali nýverið. 

En hvernig endaði þessi unga kona í kvikmynd Cuarón? Í apríl 2016 fór hann til Tlaxiaco og fleiri bæja í leit að manneskju til að fara með aðalhlutverkið í myndinni.

Myndin er til sölu á markaðstorginu í heimabæ leikkonunnar.
Myndin er til sölu á markaðstorginu í heimabæ leikkonunnar. AFP

Martinez segir að hann hafi verið sannfærður um að eldri systir Aparicio, Edith, yrði valin þar sem hún hafi frábæra söngrödd og sé mjög hæfileikarík ung kona með mikla útgeislun. 

Systurnar mættu saman í prufur og Edith fór af fullum krafti í verkefnið, myndatökur og spurningar um einkalíf. En stjórnandi verkefnisins krafðist þess að Yalitza tæki einnig þátt.

„Ég ætlaði ekki að fara sjálf í prufur. Ég var bara Edith til halds og trausts,“ segir Yalitza en  Edith tókst að fá hana til þess að taka þátt og framhaldið vita allir. Að sögn Martinez hafði leikkonan unga ekki hugmynd um hver Curarón var þegar hún fylgdi systur sinni í prufurnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka