Biðst afsökunar „á þessu með Ásgeir“

Baltasar Kormákur leikstjóri Ófærðar biður fólk afsökunar „á þessu með …
Baltasar Kormákur leikstjóri Ófærðar biður fólk afsökunar „á þessu með Ásgeir“. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lokaþátt­ur annarr­ar þátt­araðar af Ófærð er sýnd­ur á RÚV í kvöld. Baltas­ar Kor­mák­ur leik­stjóri þátt­anna sagði í kvöld­frétt­um RÚV að und­ir­bún­ing­ur þriðju þátt­araðar­inn­ar væri þegar haf­inn og að hann verði að biðja „fólk af­sök­un­ar á þessu með Ásgeir,“ per­són­una sem Ingvar E. Sig­urðsson lék og hlaut hörmu­leg ör­lög í síðari hluta þátt­araðar­inn­ar.

Aðdá­end­ur sem syrgja góðhjartaða lög­regluþjón­inn Ásgeir hafa lagt til að hann fái sína eig­in seríu er fram líða stund­ir og Baltas­ar Kor­mák­ur sagði í sam­tali við RÚV að „við verðum bara að sjá hvað er hægt að gera fyr­ir Ásgeir í framtíðinni“.

Önnur þáttaröð Ófærðar hef­ur verið tek­in til sýn­inga víða um heim og viðtök­urn­ar hafa verið góðar, meðal ann­ars í Bretlandi.

Ævin­týr­inu lýk­ur þó í bili fyr­ir okk­ur Íslend­inga í kvöld, en tí­undi og síðasti þátt­ur­inn af Ófærð 2 fer í loftið kl. 21:15. Þá kem­ur loks í ljós hver morðing­inn er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það sem þú þarfnast til að vaxa í átt að óskum þínum, birtist þér nú um morguninn. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það sem þú þarfnast til að vaxa í átt að óskum þínum, birtist þér nú um morguninn. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka