Lokaþættinum vel tekið á Twitter

Annarri þáttaröð af Ófærð er nú lokið. Ánægja virðist hafa …
Annarri þáttaröð af Ófærð er nú lokið. Ánægja virðist hafa verið með lokaþáttinn. Ljósmynd/Lilja Jóns

Nokkur ánægja virðist hafa verið með lyktir annarrar þáttaraðar af Ófærð, ef marka má ummæli áhorfenda á samfélagsmiðlinum Twitter, en lokaþátturinn var sýndur á RÚV í kvöld.

Hér í þessari samantekt verður ekki fjallað efnislega um atburðarásina í lokaþættinum, af virðingu við þá sem enn hafa ekki séð þáttinn.

Viðar Halldórsson segir að lokaþátturinn fái fullt hús, tíu af tíu mögulegum.

Sigrún Sigurpáls veit ekkert hvað hún á að gera á sunnudagskvöldum nú þegar þáttaröðinni er lokið.

Helga vill fá meiri Ófærð.

Það vakti furðu hjá Óla að í þættinum væri Ríkisútvarpið með tvo fréttamenn að taka sama viðtalið. Glöggir áhorfendur taka eftir því að Jóhann Bjarni Kolbeinsson fréttamaður á RÚV leikur þarna fréttamann RÚV.

„Þetta er rosalegur lokaþáttur,“ segir Jóhann.

Hulda Hólmkelsdóttir segist þurfa að hringja í móður sína eftir áhorfið.

Magnús Guðmundsson er gríðarlega ánægður með þáttaröðina.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar