Nokkur ánægja virðist hafa verið með lyktir annarrar þáttaraðar af Ófærð, ef marka má ummæli áhorfenda á samfélagsmiðlinum Twitter, en lokaþátturinn var sýndur á RÚV í kvöld.
Hér í þessari samantekt verður ekki fjallað efnislega um atburðarásina í lokaþættinum, af virðingu við þá sem enn hafa ekki séð þáttinn.
Viðar Halldórsson segir að lokaþátturinn fái fullt hús, tíu af tíu mögulegum.
Frábær lokaþáttur. Fullt hús: 10.0! #ófærð
— Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) February 24, 2019
Sigrún Sigurpáls veit ekkert hvað hún á að gera á sunnudagskvöldum nú þegar þáttaröðinni er lokið.
Upplifi mikinn tómleika nú þegar. Hvað á ég að gera næsta sunnudagskvöld? Mamma hringdi bara til að athuga með mig svona í seríulok. Hún hefur raunverulegar áhyggjur. #ófærð
— Sigrún Sigurpàls (@SigrunSigurpals) February 24, 2019
Helga vill fá meiri Ófærð.
Mér finnst þessir þættir af Ófærð geðveikir! Ég vil meira! 👏🏼👏🏼 #ófærð
— Helga Jónsdóttir (@helgajons) February 24, 2019
Það vakti furðu hjá Óla að í þættinum væri Ríkisútvarpið með tvo fréttamenn að taka sama viðtalið. Glöggir áhorfendur taka eftir því að Jóhann Bjarni Kolbeinsson fréttamaður á RÚV leikur þarna fréttamann RÚV.
Ok, fáum fréttamann frá RÚV og fréttamann frá Stöð 2... já ok soldið fámennt skot, ok bætum öðrum við frá RÚV, vá flott skot, ekkert fámennt, jájá þetta meikar alveg sens þeir eru bara báðir að kovera sömu frétt, það er alltaf að gerast í alvörunni, slice of life #ófærð pic.twitter.com/gOQEoNLLrq
— Óli (@8lafur) February 24, 2019
„Þetta er rosalegur lokaþáttur,“ segir Jóhann.
Hvað er að gerast 😲 Þetta er rosalegur lokaþáttur #ófærð
— Jóhann H. Guðjónsson (@johannhg90) February 24, 2019
Hulda Hólmkelsdóttir segist þurfa að hringja í móður sína eftir áhorfið.
Þessi þáttur er að fokka mér svo fullkomlega upp að ég verð eiginlega að hringja í mömmu á eftir. #ófærð
— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) February 24, 2019
Magnús Guðmundsson er gríðarlega ánægður með þáttaröðina.
Standandi lófaklapp fyrir framleiðendum. Sturlað stöff #ófærð
— Maggi Peran (@maggiperan) February 24, 2019