Íburðarmikil öryggisgæsla verður í kringum Óskarsverðlaunahátíðina í Los Angeles í Bandaríkjunum í kvöld að sögn lögreglu þar í borg.
Fjöldi lögreglumanna verður á svæðinu að vanda en einnig verða 190 óeinkennisklæddir lögreglumenn á svæðinu til að tryggja öryggi gesta. Alls mun Akademían eyða um 150 þúsund Bandaríkjadölum í öryggisgæslu eða tæpum 18 milljónum íslenskra króna.
Þá verður ströng öryggisgæsla til að tryggja að engir óboðnir gestir smygli sér inn á hátíðina eða reyni að komast inn undir fölsku flaggi. Þeir sem verða gripnir við að reyna að smygla sér inn verða ákærðir og sektaðir.
Tímaritið Vanity Fair hefur einnig gert ráðstafanir vegna partýsins sem það heldur eftir hátíðina, en heilli götu verður lokað í kringum partýið og hafa lögregluverðir verið ráðnir. Þær aðgerðir hafa kostað tímaritið um 83 þúsund Bandaríkjadali eða tæpar 10 milljónir íslenskra króna.