Ströng öryggisgæsla á Óskarnum í kvöld

Ströng öryggisgæsla verður í kringum Dolby-leikhúsið í Los Angeles þar …
Ströng öryggisgæsla verður í kringum Dolby-leikhúsið í Los Angeles þar sem verðlaunahátíðin fer fram. AFP

Íburðar­mik­il ör­ygg­is­gæsla verður í kring­um Óskar­sverðlauna­hátíðina í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um í kvöld að sögn lög­reglu þar í borg. 

Fjöldi lög­reglu­manna verður á svæðinu að vanda en einnig verða 190 óein­kennisklædd­ir lög­reglu­menn á svæðinu til að tryggja ör­yggi gesta. Alls mun Aka­demí­an eyða um 150 þúsund Banda­ríkja­döl­um í ör­ygg­is­gæslu eða tæp­um 18 millj­ón­um ís­lenskra króna.

Þá verður ströng ör­ygg­is­gæsla til að tryggja að eng­ir óboðnir gest­ir smygli sér inn á hátíðina eða reyni að kom­ast inn und­ir fölsku flaggi. Þeir sem verða gripn­ir við að reyna að smygla sér inn verða ákærðir og sektaðir. 

Tíma­ritið Vanity Fair hef­ur einnig gert ráðstaf­an­ir vegna par­týs­ins sem það held­ur eft­ir hátíðina, en heilli götu verður lokað í kring­um partýið og hafa lög­reglu­verðir verið ráðnir. Þær aðgerðir hafa kostað tíma­ritið um 83 þúsund Banda­ríkja­dali eða tæp­ar 10 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Ekki láta gagnrýnisraddir telja úr þér kjark. Mundu að ekki er allt sem sýnist og málsbætur liggja ekki alltaf í augum uppi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Ekki láta gagnrýnisraddir telja úr þér kjark. Mundu að ekki er allt sem sýnist og málsbætur liggja ekki alltaf í augum uppi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell