Fulltrúi Úkraínu í Eurovision-keppninni í Ísrael í vor verður söngkonan Maruv. Hún bar sigur úr býtum í undakeppninni í heimalandi sínu í gærkvöldi með laginu Siren Song.
Sex lög börðust um efsta sætið og hreppti Maruv hnossið eftir að hafa unnið í samanlagðri atkvæðagreiðslu dómnefndar og áhorfendakosningar, að sögn Esctoday.com.
Maruv komst í undankeppnina eftir að söngkonan Tayanna ákvað að hætta við þátttöku sína.