Bað Glenn Close afsökunar á að vinna

Olivia Colman með Óskarinn.
Olivia Colman með Óskarinn. AFP

Þakk­arræða Oli­viu Colm­an, sem vann Óskarverðlaun­in sem besta leik­kon­an í aðal­hlut­verki var til­finn­inga­rík og ekki oft sem prumpu­hljóð fá að heyr­ast við slíkt til­efni.

Colm­an, sem fékk verðlaun­in fyr­ir hlut­verk sitt sem Anne drottn­ing í The Favou­rite hóf ræðuna á að segja að það væri „í al­vör­unni virki­lega stress­andi að vinna“. „Þetta er bráðfyndið — ég vann Óskar­sverðlaun,“ sagði hún svo.

Því næst bað hún leik­kon­una Glenn Close af­sök­un­ar á að hafa haft af henni verðlaun­in, en Close sem var til­nefnd fyr­ir hlut­verk sitt í The Wife þótti lík­leg til að hneppa Óskar­sverðlaun­in, sem hún var nú til­nefnd til í sjö­unda skipti. „Þú hef­ur verið fyr­ir­mynd mín svo lengi —Ég vildi ekki að þetta færi svona,“ sagði Colm­an. „Mér finnst þú frá­bær, mér þykir svo vænt um þig.“ Í saln­um mátti sjá Close hafa gam­an af af­sök­un­ar­beiðninni ásamt öðrum gest­um.



Auk hefðbund­inna þakk­ar­hluta sagði Colm­an verðlaun­in líka vera hvatn­ingu fyr­ir all­ar litl­ar stúlk­ur sem æfi sína þakk­arræðu fram­an við sjón­varpið. „Maður veit aldrei,“ sagði hún.

„Þegar ég vann við ræst­ing­ar, sem ég hafði virki­lega gam­an af, eyddi ég mikl­um tíma í að ímynda mér svona stund,“ bætti hún við. Gaf svo í skyn að þrýst væri á hana að klára, purraði og gaf frá sér prumpu­hljóð og upp­skar mik­inn hlát­ur gesta, m.a. Rami Maleks sem fór heim með Óskar­inn sem besti karlleik­ari í aðal­hlut­verki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka