Bað Glenn Close afsökunar á að vinna

Olivia Colman með Óskarinn.
Olivia Colman með Óskarinn. AFP

Þakkarræða Oliviu Colman, sem vann Óskarverðlaunin sem besta leikkonan í aðalhlutverki var tilfinningarík og ekki oft sem prumpuhljóð fá að heyrast við slíkt tilefni.

Colman, sem fékk verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Anne drottning í The Favourite hóf ræðuna á að segja að það væri „í alvörunni virkilega stressandi að vinna“. „Þetta er bráðfyndið — ég vann Óskarsverðlaun,“ sagði hún svo.

Því næst bað hún leikkonuna Glenn Close afsökunar á að hafa haft af henni verðlaunin, en Close sem var tilnefnd fyrir hlutverk sitt í The Wife þótti líkleg til að hneppa Óskarsverðlaunin, sem hún var nú tilnefnd til í sjöunda skipti. „Þú hefur verið fyrirmynd mín svo lengi —Ég vildi ekki að þetta færi svona,“ sagði Colman. „Mér finnst þú frábær, mér þykir svo vænt um þig.“ Í salnum mátti sjá Close hafa gaman af afsökunarbeiðninni ásamt öðrum gestum.



Auk hefðbundinna þakkarhluta sagði Colman verðlaunin líka vera hvatningu fyrir allar litlar stúlkur sem æfi sína þakkarræðu framan við sjónvarpið. „Maður veit aldrei,“ sagði hún.

„Þegar ég vann við ræstingar, sem ég hafði virkilega gaman af, eyddi ég miklum tíma í að ímynda mér svona stund,“ bætti hún við. Gaf svo í skyn að þrýst væri á hana að klára, purraði og gaf frá sér prumpuhljóð og uppskar mikinn hlátur gesta, m.a. Rami Maleks sem fór heim með Óskarinn sem besti karlleikari í aðalhlutverki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan