Brian May stal senunni

Brian May á sviðinu í Los Angeles í kvöld.
Brian May á sviðinu í Los Angeles í kvöld. AFP

Breska rokksveitin Queen ýtti 91. Óskarsverðlaunaafhendingunni úr vör af krafti með flutningi lagsins We Will Rock You, sem sungið var af söngvaranum Adam Lambert. Óhætt er þó að segja að Brian May gítarleikari sveitarinnar hafi stolið senunni.

Eins og mörgum er eflaust kunnugt er kvikmyndin Bohemian Rhapsody byggð á sögu sveitarinnar, en hún er tilnefnd til nokkurra verðlauna á hátíðinni í kvöld.

Sveitin kom gestum hátíðarinnar einnig til að dansa í takt við klassíska smellinn We Are The Champions.

Enginn sérstakur kynnir er á hátíðinni í ár, en þær Tina Fey, Amy Poehler og Maya Rudolph komu í kjölfar Queen og fluttu nokkra vel valda brandara, en þær lögðu sérstaka áherslu á að þær væru ekki kynnar hátíðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan