Eftirminnilegasta atriði Óskarsverðlaunahátíðarinnar að þessu sinni hafði að margra mati ekkert með gullstyttur eða þakkarræður að gera, en hefðinni samkvæmt voru öll þau lög sem tilnefnd voru í flokki frumsaminna laga flutt meðan á verðlaunaafhendingunni stóð.
Eitt þeirra var lagið Shallow með þeim Lady Gaga og Bradley Copper úr myndinni A Star Is Born, en frábær flutningur þeirra á laginu þótti afar tilfinningaþrunginn. Ef lukkan leyfir má hlýða á sönginn hér að neðan.
FULL VIDEO: Bradley Cooper and @ladygaga perform “Shallow” at the 91st #Oscars. pic.twitter.com/GRLnPhWWtO
— LVL GAGA 🌟 (@LVLGAGA) February 25, 2019
Þótti mörgum nóg um og hugsuðu einhverjir til barnsmóður og unnustu Cooper, sem sat á milli þeirra í fremstu röð í salnum.
I would have paid $500 american dollars for a cut to Bradley Cooper's wife
— Dana Schwartz (@DanaSchwartzzz) February 25, 2019
Ekki löngu eftir flutninginn fékk Lady Gaga sín fyrstu Óskarsverðlaun þar sem lagið fór með sigur af hólmi í áðurnefndum flokki.
Me after Lady Gaga and Bradley Cooper almost kiss!! pic.twitter.com/PGSAfg2B5m
— Ed 🤴🏻 (@ed_matute3) February 25, 2019