Hvaða mynd verður valin sú besta?

Cuaron á rauða dreglinum í kvöld.
Cuaron á rauða dreglinum í kvöld. AFP

Helstu stjörnur Hollywood eru mættar á rauða dregilinn í Los Angeles þar sem afhending Óskarsverðlaunanna fer fram í nótt að íslenskum tíma. Roma, kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alfonso Cuaron hefur fengið flestar tilnefningar, en athygli vekur að hann sjálfur er persónulega með fjórar þeirra.

Cuaron er þannig tilnefndur fyrir bestu kvikmyndina sem framleiðandi hennar, sem besti leikstjórinn, fyrir besta upprunalega handritið og fyrir bestu kvikmyndatökuna.

Hann er þó ekki sá fyrsti sem fær að njóta þessa heiðurs. Warren Beatty gerði það tvisvar, það er að segja fékk tilnefningar í fjórum flokkum, annars vegar fyrir Heaven Can Wait og hins vegar fyrir Reds.

Bræðurnir Joel og Ethan Coen fengu þá einnig fjórar tilnefningar fyrir No Country for Old Men.

Vinsælar myndir tilnefndar

Fyrir marga þá sem reglulega sækja kvikmyndahúsin geta Óskarsverðlaunin oft virst fjarlæg, en á undanförnum árum hefur fjöldi verðlauna fallið í skaut kvikmynda sem fáir hafa séð.

Þeir geta þó varla kvartað í ár þar sem Marvel-smellurinn Black Panther, aðsóknarmesta myndin í Norður-Ameríku á síðasta ári, er tilnefnd í sjö flokkum og þar á meðal sem besta myndin. Kvikmyndin er sú fyrsta sem byggð er á teiknimyndasögu sem fær þann heiður.

Auk hennar eru tilnefndar í sama flokki myndirnar A Star Is Born og Bohemian Rhapsody, sem báðar drógu að sér fjölda gesta í kvikmyndahúsin vestanhafs. Svo er bara að sjá hvort einhver þessara mynda hreppi verðlaun í kvöld.

Tilnefndar sem besta myndin

  • Black Panther
  • BlacKkKlansman
  • Bohemian Rhapsody
  • The Favourite
  • Green Book
  • Roma
  • A Star Is Born
  • Vice
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar