Með staf vegna veikinda

Selma Blair í Vanity Fair-Óskarsverðlaunapartýinu.
Selma Blair í Vanity Fair-Óskarsverðlaunapartýinu. mbl.is/AFP

Leikkonan Selma Blair lét sig ekki vanta í Óskarsverðlaunapartý Vanity Fair. Var þetta í fyrsta skipti sem hún kom opinberlega fram síðan hún greindi frá því í október að hún hefði greinst með MS-sjúkdóminn. 

„Minni mitt er þoku­kennt og vinstri hliðin leit­ar leiðbein­inga frá biluðum staðsetn­ingar­búnaði, en við erum að gera þetta,“ skrifaði hún. „Mig lang­ar að leika aft­ur við son minn. Mig lang­ar að ganga aft­ur niður eft­ir götu og ríða hesti mín­um. Ég er með MS og það er í lagi með mig,“ skrifaði Blair í október.

Blair gengur með staf og fyrir partý ársins fékk hún naglasérfræðing stjarnanna til að sérútbúa staf fyrir sig sem passaði við fallegan kjól frá Ralph & Russo. Var stafurinn meðal annars skreyttur með bleikum demöntum og leðri. 

Selma Blair var flott með stafinn.
Selma Blair var flott með stafinn. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton