Svaðalegasti kossinn á Óskarnum

Rami Malek kyssti kærustu sína, Lucy Boynton, þegar hann vann …
Rami Malek kyssti kærustu sína, Lucy Boynton, þegar hann vann Óskarinn. skjáskot/Youtube

Það fyrsta sem leikarinn Rami Malek gerði eftir að hann vann Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki í nótt var að kyssa kærustuna sína, Lucy Boynton. Kossinn hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og talinn vera koss Óskarsverðlaunanna árið 2019. 

Malek og Boynton kynntust við tökur á myndinni Bohemian Rhapsody en í myndinni leikur Boynton kærustu Freddie Mercury. Nokkur aldursmunur er á parinu en Boynton er 25 ára en Malek er hins vegar 37 ára. 

Malek staðfesti samband þeirra Boynton í janúar. Þegar hann tók við Óskarsverðlaununum í Los Angeles smellti hann ekki bara rembingskossi á Byoton heldur þakkaði henni einnig í ræðu sinni. Sagði hann Boynton hjarta myndarinnar og játaði að hún hefði fangað hjarta hans.  

Lucy Boynton og Rami Malek.
Lucy Boynton og Rami Malek. mbl.is/AFP
Lucy Boynton og Rami Malek.
Lucy Boynton og Rami Malek. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir