Íslenskir sjónvarpsáhorfendur voru duglegir að tísta á samfélagsmiðlinum Twitter undir myllumerkinu #Óskarinn um Óskarsverðlaunahátíðina í nótt. Klæðnaður stjarnanna, þar á meðal leikstjórans Spike Lee, vakti athygli margra, rétt eins og innilegur söngur þeirra Lady Gaga og Bradley Cooper.
who wore it better?#óskarinn pic.twitter.com/NH2m1FmPe3
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) February 25, 2019
Þetta moment milli Lady Gaga og Bradley á flyglinum var virkilega að hjálpa manni að halda höfði, síngúl, à konudaginn. Og já. Þau eru ekki einu sinni par. #óskarinn
— María Einarsdóttir (@majae) February 25, 2019
Hulda Geirsdóttir tileinkar útsendingu Óskarsins Ómari Friðleifssyni. Fallegt. #óskarinn #onelove https://t.co/aA4QyZZnRi
— Bíó Paradís (@bioparadis) February 25, 2019
Flott hjá Glenn Close að mæta bara sem styttan.#óskarinn pic.twitter.com/QbsgjZLMh5
— Ingunn Lára (@IngaLalu) February 25, 2019
Hversu erfitt er að fara upp á svið, veita verðlaunum viðtöku og þakka pent fyrir sig? Getur þetta fólk ekki bara gefið út fréttatilkynningu í fyrramálið með öllum þessum þökkum? #óskarinn
— Jóhann Gé (@JohannRoyal) February 25, 2019
Ég þegar stuttheimildarmynd um blæðingar vinnur #óskarinn pic.twitter.com/x0BEAbtYHr
— Elísabet Ormslev (@eliormslev) February 25, 2019
Hæ @RUVSjonvarp Þulurinn ykkar þarf ekki að tala yfir talandi fólk....og þarf ekki að segja okkur hver er á skjánum..við sjáum og heyrum...bara smá tips #óskarinn
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 25, 2019
Jæja samkeppninni á rauða dreglinum lauk áður en útsending Rúv hófst, takk Billy Porter 🙏🏻#óskarinn pic.twitter.com/FSHwqkmxzV
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@a_hekla) February 24, 2019
Spike Lee útskrifaðist úr Keili og mætti beint á Óskarinn #óskarinn pic.twitter.com/AtR0hYRBnM
— Hrefna Sveinbjörns (@hrefnasveinbo) February 25, 2019
Vorkenni konunni hans Bradley Cooper #óskarinn pic.twitter.com/H1a7MDqgRe
— HildurSigurðardóttir (@hildur1995) February 25, 2019
Called it...#Óskarinnhttps://t.co/kXzo4YJxqo
— Ragnar Eythorsson (@raggiey) February 25, 2019
Spike Lee nýútskrifaður úr Keilir #óskarinn pic.twitter.com/nIIJekBXxE
— María Björk (@baragrin) February 25, 2019
Í Konudagsgjöf til eiginkonu minnar ætla ég að slökkva á hljóðinu þegar þetta helvítis Star is born lag verður spilað á eftir. #óskarinn
— Atli Viðar (@atli_vidar) February 25, 2019
Það fer eitthvað í taugarnar á mér að Rami Malek syngi ekki lögin í #BohemianRhapsody. Finnst það vega svo mikið. Líkt og Phoenix gerði í Walk the line og Foxx gerði í Ray. Nú er td mynd um Elton John að koma og þar syngur Egerton öll lögin. #Óskarinn
— Vidar Brink (@viddibrink) February 25, 2019