Barnsmóðir Cooper stóð upp eftir atriðið

Bradley Cooper og Lady Gaga á Óskarnum.
Bradley Cooper og Lady Gaga á Óskarnum. mbl.is/AFP

Um fátt hefur verið rætt meira í kjölfar Óskarsverðlaunahátíðarinnar en atriði Lady Gaga og Bradley Cooper. Þau sungu saman lagið Shallow úr myndinni A star is born.

Atriðið var stórkostlegt og miklir og sterkir straumar virtust á milli þeirra. Margir halda því fram að ekki sé hægt að leika svona hjartnæmt atriði nema að raunverulegar tilfinningar séu á milli aðila. Blaðamenn fylgdust því vel með unnustu Bradley Cooper meðan á atriðinu stóð og strax á eftir enda ekki ólíklegt að svona atriði kallaði fram örlitla afbrýðisemi.

Irina Shayk unnusta Cooper var hins vegar ísköld, stóð fyrst upp að atriðinu loknu, klappaði og knúsaði Lady Gaga eins og enginn væri morgundagurinn. Bradley Cooper og Irina Shayk hafa verið saman í um fjögur ár en Lady Gaga hætti með kærasta sínum, Christian Carino, fyrr í mánuðinum.

Lady Gaga og Bradley Cooper.
Lady Gaga og Bradley Cooper. mbl.is/AFP
Lady Gaga og Bradley Cooper við flygilinn.
Lady Gaga og Bradley Cooper við flygilinn. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar