Cooper fékk að heyra það frá fyrrverandi

Bradley Cooper og Lady Gaga vöktu athygli á Óskarnum fyrir …
Bradley Cooper og Lady Gaga vöktu athygli á Óskarnum fyrir innilega sviðsframkomu. mbl.is/AFP PHOTO/A.M.P.A.S

Fátt var jafn umtalað og hversu náin samstarfsfólkið Lady Gaga og Bradley Cooper voru á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudaginn. Grínleikarinn David Spade spurði í gríni á Instagram hvort það væri einhver séns á því að þau væru ekki að sofa saman og fyrrverandi eiginkona Cooper lét ekki sitt eftir liggja í umræðunni. 

„Ha,“ skrifaði leikkonan Jennifer Esposito hjá Spade og túlka erlendir miðlar það þannig að hún hafi þar með lýst yfir vandlætingu sinni á fyrrverandi eiginmanni sínum. Cooper og Esposito voru gift í aðeins nokkra mánuði en þau sóttu um skilnað í maí 2007 eftir fimm mánaða hjónaband. 

Us Weekley rifjar upp orð Esposito í ævisögu hennar sem kom út fyrir nokkrum árum. Þar er hún talin hafa átt við Cooper þegar hún talaði illa um mann sem hún átti í sambandi við.

„Ég hefði átt að taka eftir rauðu flöggunum frá upphafi en ég hunsaði það því, í hreinskilni, ég hélt að sambandið myndi ekki ganga upp,“ skrifaði Esposito. „Hann var fyndinn, gáfaður, montinn, hrokafullur og ótrúlega góður í að stjórna. Mér fannst hann ekki endilega aðlaðandi en fannst ég geta notið húmors hans og vitleysunnar í smá tíma.“

Sagði hún þau hafa skemmt sér saman en hann hafi einnig átt vonda kalda hlið. Persónuleiki hans gæti breyst á örskotsstundu. Þegar sambandið var slæmt var það mjög slæmt. 

Gaga og Cooper virtust afar náin á sviðinu þegar þau tóku lagið en á milli þeirra í salnum sat barnsmóðir Cooper, ofurfyrirsætan Irina Shayk, með bros á vör. Heimildarmaður Us Weekly segir Shayk vita að Gaga og Cooper séu listamenn og þau hafi sett sig í hlutverk fyrir söng sinn á Óskarnum. 

View this post on Instagram

(Jennifer Esposito & Bradley Cooper, married from 2006-2007.) #CommentsByCelebs

A post shared by Comments By Celebs (@commentsbycelebs) on Feb 25, 2019 at 2:55pm PST



Irina Shayk og Bradley Cooper.
Irina Shayk og Bradley Cooper. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan