Cooper fékk að heyra það frá fyrrverandi

Bradley Cooper og Lady Gaga vöktu athygli á Óskarnum fyrir …
Bradley Cooper og Lady Gaga vöktu athygli á Óskarnum fyrir innilega sviðsframkomu. mbl.is/AFP PHOTO/A.M.P.A.S

Fátt var jafn umtalað og hversu náin samstarfsfólkið Lady Gaga og Bradley Cooper voru á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudaginn. Grínleikarinn David Spade spurði í gríni á Instagram hvort það væri einhver séns á því að þau væru ekki að sofa saman og fyrrverandi eiginkona Cooper lét ekki sitt eftir liggja í umræðunni. 

„Ha,“ skrifaði leikkonan Jennifer Esposito hjá Spade og túlka erlendir miðlar það þannig að hún hafi þar með lýst yfir vandlætingu sinni á fyrrverandi eiginmanni sínum. Cooper og Esposito voru gift í aðeins nokkra mánuði en þau sóttu um skilnað í maí 2007 eftir fimm mánaða hjónaband. 

Us Weekley rifjar upp orð Esposito í ævisögu hennar sem kom út fyrir nokkrum árum. Þar er hún talin hafa átt við Cooper þegar hún talaði illa um mann sem hún átti í sambandi við.

„Ég hefði átt að taka eftir rauðu flöggunum frá upphafi en ég hunsaði það því, í hreinskilni, ég hélt að sambandið myndi ekki ganga upp,“ skrifaði Esposito. „Hann var fyndinn, gáfaður, montinn, hrokafullur og ótrúlega góður í að stjórna. Mér fannst hann ekki endilega aðlaðandi en fannst ég geta notið húmors hans og vitleysunnar í smá tíma.“

Sagði hún þau hafa skemmt sér saman en hann hafi einnig átt vonda kalda hlið. Persónuleiki hans gæti breyst á örskotsstundu. Þegar sambandið var slæmt var það mjög slæmt. 

Gaga og Cooper virtust afar náin á sviðinu þegar þau tóku lagið en á milli þeirra í salnum sat barnsmóðir Cooper, ofurfyrirsætan Irina Shayk, með bros á vör. Heimildarmaður Us Weekly segir Shayk vita að Gaga og Cooper séu listamenn og þau hafi sett sig í hlutverk fyrir söng sinn á Óskarnum. 

View this post on Instagram

(Jennifer Esposito & Bradley Cooper, married from 2006-2007.) #CommentsByCelebs

A post shared by Comments By Celebs (@commentsbycelebs) on Feb 25, 2019 at 2:55pm PST



Irina Shayk og Bradley Cooper.
Irina Shayk og Bradley Cooper. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir