Jamie Foxx og Katie Holmes eru sögð hafa verið að hittast leynilega allt frá því síðan árið 2013. Enn og aftur er uppi sá orðrómur að parið sé hætt saman en nú á leikarinn sjálfur að hafa komið orðrómnum af stað.
Erlendir miðlar greina frá því að hinn 51 árs gamli leikari hafi greint frá því í Óskarsverðlaunapartýi á sunnudaginn að hann væri einhleypur. Var leikarinn uppi á sviði í góðgerðarveislu, rétt áður en hann söng á hann að hafa talað um gift fólk eða einhleypt og tók fram að sjálfur væri hann einhleypur.
Us Weekly rifjar upp að ekki er lengra síðan en í lok desember að Foxx sást með Holmes á snekkju í Miami. Voru þau meðal annars mynduð kyssast á snekkjunni.