Úkraína dregur sírenulagið úr keppni

Úr myndbandinu við Sírenulagið.
Úr myndbandinu við Sírenulagið. Mynd/Skjáskot

Úkraína hefur dregið keppandann sinn í Eurovision til baka. Tónlistarkonan Maruv vann undankeppnina í Úkraínu um síðustu helgi með laginu Siren Song. Ríkissjónvarpsstöðin í Úkraínu segir tónlistarkonuna neita að skrifa undir samkomulag en tónlistarkonan segist ekki vilja vera notuð í pólitískum tilgangi. 

Í frétt Esctoday.com um málið kemur fram að í fyrstu hafi ágreiningurinn verið talinn vegna þess að Maruv þurfti að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum í Rússlandi, svo var þó ekki. Í tilkynningu frá sjónvarpstöðinni kemur fram að úkraínski keppandinn þurfi að vera talsmaður úkraínsks samfélags og ekki hafi náðst samkomulag um það. 

Maruv greindi frá sinni hlið á Facebook og virðist hún kenna sjónvarpsstöðinni um hvernig fór. Síðasti fundur þeirra tók sjö klukkutíma en ekki tókst að ná samkomulagi. Segist hún ekki hafa getað sætt sig við að vera strengjabrúða stjórnmálamanna, hún sé tónlistarkona. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir