Fyrrverandi Coopers segist mega grínast

Lady Gaga og Bradley Cooper vöktu athygli á Óskarnum.
Lady Gaga og Bradley Cooper vöktu athygli á Óskarnum. mbl.is/AFP

Fyrrverandi eiginkona Bradley Coopers, leikkonan Jennifer Esposito, segist mega hafa húmor. Eftir Óskarsverðlaunin voru fluttar fréttir af athugasemd Esposito um Cooper og Lady Gaga. Esposito segir hins vegar að athugasemdin hafi aldrei átt að beinast gegn þeim Cooper og Gaga. 

Segir Esposito einfaldlega hafa fundist athugasemd leikarans David Spade um að Cooper og Gaga væru að sofa saman fyndin. 

„Mér fannst þetta fyndið og mér má finnast eitthvað fyndið,“ segir Espostio í myndbandi á Instagram. Segir hún margt sem er í gangi í heiminum í dag sem fólk ætti frekar að eyða orku sinni í. Auk þess segir hún bók hennar hafa fjallað um sjúkdóm sem hún dó næstum því úr en ekki um fyrrverandi eiginmann hennar. 

„Ég horfði ekki á Óskarinn, ég veit ekki hvað gekk á, mér er sama hvað gekk á,“ sagði Esposito. Er hún ósátt við að eitthvað sé ályktað um hana sem er ekki satt. Hún er einnig móðguð fyrir hönd Gaga og Cooper þrátt fyrir að hafa sjálf hlegið af slíkri athugasemd.

Bradley Cooper og Jennifer Esposito voru aðeins gift í nokkra mánuði en sóttu um skilnað í maí 2007. Mikil umræða skapaðist um atriði Lady Gaga og Bradley Cooper á Óskarnum á sunnudaginn og telja sumir þau vera meira en bara vini þrátt fyrir að barnsmóðir Coopers var með honum á Óskarnum. 

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Esposito (@jesposito) on Feb 26, 2019 at 3:56pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton