Baltasar: Þetta verður lyftistöng

Baltasar Kormákur tók sæti í stjörn Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í fyrra …
Baltasar Kormákur tók sæti í stjörn Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í fyrra en þau verða haldin hérlendis 2020.

Baltasar Kormákur segir að verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verði mikil lyftistöng fyrir íslenska kvikmyndagerð en þau verða haldin hérlendis í desember 2020. Hann tók sæti í stjórn verðlaunanna fyrir ári og lagði til að verðlaunin yrðu haldin hérlendis.

„Ég tók sæti í EFA Europian Film Academi, sem fer með verðlaunahátíðina, fyrir ári síðan. Ég er að vinna í því innan Akademíunnar að gera þetta skemmtilegra og aðgengilegra. Upphaflega var gert ráð fyrir að hátíðin yrði haldin í Portúgal í desember 2020 en þegar það féll úr skaftinu kviknaði hugmynd að halda hátíðina hérlendis en það voru nokkrar borgir að keppast um að halda verðlaunin,“ segir Baltasar.

Hann segir að stjórn Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna hafi komið hingað til lands síðasta haust til þess að funda um málið og kanna aðstæður.

„Við héldum fundi með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Þau tóku vel í þetta og úr varð að hátíðin verður haldin hérlendis,“ segir hann.

Það að fá hátíðina hingað til lands mun skapa mikla stemningu í Reykjavík og segir Baltasar að mikilvægt sé að almenningur fái að njóta hátíðarinnar.

„Þetta er alveg frábært að fá alla kreðsuna frá Evrópu hingað. Þetta varpar ljósi á íslenska kvikmyndagerð og býr til gífurleg tengsl. Svo er það í okkar höndum hvernig við nýtum þetta. Hátíðin hefur verið haldin í stærstu borgum heims og það er hugmynd um að gera mikið úr hátíðinni hérlendis. Ég geri ráð fyrir að hún standi yfir í rúmlega viku og það verði haldnir „masterklassar“ og að hátíðin verði tengd við almenning þannig að hann fái að njóta. Það eru allir mjög jákvæðir fyrir hátíðinni og verður henni gert hátt undir höfði í Bíó Paradís og fleiri stöðum,“ segir hann.

Verður ekki þverfótað fyrir stórstjörnum í Reykjavík þegar hátíðin verður haldin?

„Það verður eitthvað svona, maður veit aldrei alveg hverjir koma. Þetta eru stærstu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Það er verið að bjóða stjörnum sem taka þátt í þessu enda eru þessi verðlaun Evrópski Óskarinn,“ segir hann.

Íslenska þáttaröðin Ófærð 2 í leikstjórn Baltasars fékk mikið viðbrögð hérlendis og einnig í Bretlandi. Hvert skyldi næsta stóra verkefni vera?

„Ég er á milli verkefna. Ég er að vinna í nokkrum verkum og er alveg við græna ljósið. Út af mínum persónulegum málum er ég að taka því rólega núna. Ég vil ekki vinna of mikið meðan ég er að standa í því. En þetta skýrist á næstu vikum,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir