Black Eyed Peas á Secret Solstice

Taboo, will.i.am, apl.de.ap og Fergie á tónleikum The Black Eyed …
Taboo, will.i.am, apl.de.ap og Fergie á tónleikum The Black Eyed Peas árið 2011. Fergie sagði skilið við hljómsveitina árið 2015.

Bandaríska hljómsveitin The Black Eyed Peas kemur fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í júní. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í morgun. Þar segir að öllu verði tjaldað til og að von sé á 35 manna fylgdarliði með hljómsveitinni, þar á meðal dönsurum, ljósamönnum, hljóðmönnum og öryggisvörðum. Þetta verður í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur fram hér á landi.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 en skaust upp á stjörnuhimininn árið 2003 með plötunni Elephunk sem innihélt meðal annars lagið Where´s the Love.

Hljómsveitin hefur unnið til sex Grammy-verðlauna og á yfir tuttugu ára ferli sveitarinnar hafa orðið til ýmsir smellir og má þar helst nefna I Gotta Feeling, My Humps, Boom Boom Pow og Let´s Get It Started. Það er því ljóst að gestir Secret Solstice mega búast við heljarinnar partýi á tónleikum hljómsveitarinnar, en hátíðin fer fram dagana 21.-23. júní. 

Von er á tilkynningu frá skipuleggjendum Secret Solstice síðar í dag um fleiri listamenn sem munu koma fram á hátíðinni í Laugardalnum í sumar og bætast í hóp The Black Eyed Peas,  Robert Plant, Rita Ora, Morcheeba, Pus­sy Riot og For­eign Begg­ars.   



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir