Íslandsvinurinn Ed Sheeran kemur að öllum líkindum til Íslands næsta sumar sem kvæntur maður. The Sun greinir frá því að Sheeran hafi kvænst unnustu sinni, æskuástinni Cherry Seaborn, nokkrum dögum fyrir jól.
Heimildarmaður The Sun greinir frá því að aðeins hafi um 40 manns mætt í brúðkaupið þar af æskuvinir þeirra, fjölskylda og presturinn sjálfur. „Hann vildi engin læti og vildi að þetta væri eitthvað sem væri bara fyrir þau - bara lítið vetrarbrúðkaup.“
Hjónin eru þó sögð vera að skipuleggja veislu í sumar fyrir fræga vini og vinnufélaga.
Sheeran og Seaborn trúlofuðu sig í desember 2017 og hefur tónlistarmaðurinn síðan gengið með lítinn hring. Sagði hann í viðtali í fyrra að þau væru bæði með hringa. Það þýddi einnig að enginn myndi fatta hvenær þau væru búin að gifta sig.
E! bendir á í tengslum við fréttina af brúðkaupinu að Sheeran hafi birt mynd af sér með nýjan hring í febrúar. Auk þess fóru þau Sheeran og Seaborn í ferð á suðrænar slóðir í janúar sem hefði getað verið brúðkaupsferð.
View this post on InstagramA post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Feb 17, 2019 at 3:50am PST