Gerði ekkert til að verðskulda framhjáhaldið

Khloé Kardashian stendur á tímamótum.
Khloé Kardashian stendur á tímamótum. mbl.is/AFP

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian ætlar ekki að láta barnsföður sem getur ekki verið henni trúr eyðileggja fyrir sér lífið. Stjarnan birti uppbyggileg skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún áréttar að það sé ekkert að því fólki sem verður fyrir framhjáhaldi ef svo má að orði komast. 

„Munið: Þau héldu fram hjá af því þau vildu það, þau lugu af því þau gátu og nú eru þau miður sín af því þau voru gripin. Þetta snýst alltaf um þau. Þú gerðir ekkert sem olli þessu eða til að verðskulda þetta,“ skrifaði Kardashian. 

Svo virðist sem Kardashian sé að einbeita sér að ræktinni í stað þess að hugsa um barnsföður sinn og birti hún í gær mynd af líkamsræktarsal og skrifaði „meðferð“ við myndina. 

Í síðustu viku bárust fréttir af því að barnsfaðir hennar, körfuboltakappinn Tristan Thompson, hefði haldið fram hjá henni með bestu vinkonu litlu systur hennar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Thompson á að hafa haldið fram hjá stjörnunni en einnig bárust fréttir af framhjáhaldi hans aðeins nokkrum dögum eftir að dóttir þeirra kom í heiminn í fyrra. 

Khloé Kardashian birti þessi skilaboð á Instagram.
Khloé Kardashian birti þessi skilaboð á Instagram. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar