Fjölmiðlastjarnan Ryan Seacrest er hættur með kærustunni Shaynu Taylor. People staðfesti að parið væri hætt saman eftir næstum því þriggja ára samband.
„Þau elska enn hvort annað og þykir væntum um hvort annað,“ sagði heimildarmaður um vini sína. Seacrest sem er 44 ára og Taylor sem er aðeins 26 ára kynntust fyrst árið 2013. Þau voru ekki lengi saman til að byrja með en byrjuðu seinna aftur saman.
„Við höfum þroskast,“ sagði Taylor í viðtali við People en greinilega hafa þau nú þroskast aftur í sundur.
Ryan Seacrest varð heimsfrægur þegar hann var kynnir í American Idol-þáttunum í upphafi aldarinnar. Seacrest hefur aldrei verið kvæntur og á ekki börn.