Tónlistarmaðurinn John Legend hefur unnið til fjölda verðlauna en hann hefur enn ekki verið kosinn kynþokkafyllsti maður í heimi. Legend er nú þjálfari í The Voice í Bandaríkjunum en hann fattaði í vikunni að hann væri ein karlþjálfarinn sem ekki hefði verið kosinn kynþokkafyllsti maður í heimi.
„Ég áttaði mig á því að ég er sá eini hérna sem hefur ekki unnið kynþokkafyllsti maður í heimi,“ sagði Legend samkvæmt ET. „Mér líður eins og þar sem ég er í The Voice þá hljóti ég að fá hana,“ sagði Legend um útnefningu People á kynþokkafyllsta manni ársins.
Samstarfsfélagar hans þeir Adam Levine og Blake Shelton fengu útnefninguna árið 2013 og 2017.