Depp segir Heard hafa haldið við milljarðamæring

Johnny Depp og Amber Heard.
Johnny Depp og Amber Heard. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Bandaríski leikarinn Johnny Depp segir að fyrrverandi eiginkona hans Amber Heard hafi haldið fram hjá honum með stofnanda Tesla, Elon Musk, aðeins einum mánuði eftir að þau Heard gengu í það heilaga. 

Þetta kemur fram í meiðyrðamáli Depp gegn Heard en hann fer fram á 50 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur. Depp ákvað að kæra Heard vegna greinar sem hún skrifaði í The Washington Post þar sem hún talar um sjálfa sig sem þolanda heimilisofbeldis. 

Depp hefur lengi haldið fram að Heard hafi gert sér upp áverka sem hún birti mynd af rétt áður en þau skildu. Depp og Heard giftust árið 2015 en skildu árið 2017. Heard sótti um nálgunarbann á Depp í maí 2016 á meðan þau voru enn gift. Heard hefur statt og stöðugt haldið því fram að hann hafi beitt hana ofbeldi. 

Lögmaður Heard sagði í tilkynningu að þetta væri enn eitt útspil Depp til að reyna að þagga niður í Heard.

Heard hefur áður verið í sambandi með Musk, en þau áttu í stuttu ástarsambandi árið 2016 eftir að Depp og Heard voru skilin að borði og sæng. Þá bárust einnig fréttir af því í upphafi árs 2017 að þau væru í sambandi, en hættu saman aðeins mánuði seinna.

Elon Musk.
Elon Musk. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen