Hatari skreytir sig ekki stolnum fjöðrum

Hatari í eftirpartíi sínu í Bíó Paradís í gærkvöld, klæddur …
Hatari í eftirpartíi sínu í Bíó Paradís í gærkvöld, klæddur bláum samfestingum, umkringdur áhangendum sínum að því er virðist úr röðum BDSM-hreyfingarinnar íslensku. mbl.is

Sigur Hatara í Söngvakeppni sjónvarpsins er ákveðinn sigur fyrir BDSM-samfélagið, að mati varaformanns BDSM-félagsins, Margrétar Nilsdóttur. Hún telur að viðhorfið til BDSM-menningar sé að breytast og að sú breyting felist ekki endilega í því að smekkur fólks sé breyttur heldur í því, að fólk þori einfaldlega í auknum mæli að tjá sig um hvað því finnst fallegt, sama hvað það er.

BDSM er regnhlífarhugtak fyrir hneigðir og kynferðislegar hegðanir á borð við bondage/discipline, dominance/submission, sadism/masochism. „En það er líka fagurfræðilegt fyrirbæri, segir Margrét í samtali við mbl.is. „Þetta getur verið bæði kynferðislegt og fagurfræðilegt,“ segir Margrét og þar á milli sé ekki dregin skýr lína, frekar en í meginstraumsmenningu.

„Það sem okkur finnst kynþokkafullt hefur alltaf verið partur af meginstraumsmenningu,“ segir Margrét. Hún segir að það sé eins í atriði Hatara. Þeir noti BDSM-fagurfræði sem grunn að list sinni og taka þetta alla leið, að sögn Margrétar.

Er enginn að hugsa um börnin?

Hatari hefur verið gagnrýndur fyrir ósæmilegt yfirbragð, sem sé kynferðislegt. „Er enginn að hugsa um börnin?“ spyr fólk. „Maður heyrir mikið að þetta sé ekki við hæfi barna,“ segir Margrét. Hún segir að það sé gripið til þessarar upphrópunar.

Það segir hún að eigi samt ekki við: „Börnin hrífast bara af þessu eins og þau hrífast af til dæmis Leðurblökumanninum,“ segir hún. Þannig nái til barnanna viss fagurfræðileg hlið á gjörningnum, en ekki sú kynferðislega. Sumir fullorðnir vilji þó yfirfæra eigin tilfinningar á börn, og ætla þeim þannig að þau lesi líka eitthvað kynferðislegt út úr þessu.

„Fólk ályktar að börn hafi sömu hneigðir og við,“ segir hún. „En þetta er ekki sambærilegt.“ Hún vill annars ekki hafa svona mál tabú. „Eina sem þarf að gera er að ræða við börn í samræmi við þeirra þroska,“ segir Margrét.

 

Skreyta sig ekki stolnum fjöðrum

Það er mikilvægt, segir Margrét, að BDSM sé aðalatriði hjá Hatara, en ekki aukaatriði. Þeir hafa verið sakaðir um að eigna sér þætti úr BDSM-menningu en Margrét telur ekki svo vera. Hún segir eitt þegar annars „venjuleg“ list tekur einhvern bút úr menningunni og „kryddar“ atriðið með honum, eins og með einum gimp-búningi.

Hatari er ekki að því, segir Margrét. Þeirra atriði er ekki að fá að láni einhverja útvalda þætti úr BDSM-menningu, heldur byggir þeirra atriði á margan hátt á þessari menningu. „Þeir vanda sig og þeir eru aldrei að hæðast að þessu. Þetta er tjáning hjá þeim, ekki bara eitthvað yfirborðsklór,“ segir Margrét.

Margrét Nilsdóttir, varaformaður BDSM-félagsins
Margrét Nilsdóttir, varaformaður BDSM-félagsins

Fólk þarf ekki að vera BDSM til þess að hafa smekk fyrir Hatara

„Þetta er ákveðinn sigur fyrir okkur,“ segir Margrét um sigurinn almennt. Hatari vísar á skýran hátt í BDSM-menningu. „Þeir eru ekkert hræddir við þann stimpil,“ segir Margrét.

„Lengi vel var það þannig að fæstir vildu bendla sig við þetta en núna er þetta ekki lengur eitthvað sem fólk forðast eins og heitan eldinn,“ segir hún. „Fólk þorir að gera athugasemdir við færslur eins og þá sem ég setti á Facebook í dag, án þess að taka áhættu með því.“

Hún segir að sigurinn sé skref í átt að því, að fólk sé ekki að fela kynhneigð sína. Síðan bætir hún við að þetta snúist heldur ekki bara um kynhneigð. Fólk þurfi augljóslega ekki að skilgreina sig sem BDSM-hneigt til þess að hafa smekk fyrir þessu eða til þess að kunna að meta ákveðnar hliðar þessarar listar. „Þetta er bara rófið. Margir hafa gaman af hinsegin menningu án þess að skilgreina sig sjálfir sem hinsegin,“ segir hún að lokum.

Margrét skrifaði þá pistil um þetta á Facebook í dag:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach