Hatari þyrfti að sýna „rakinn dónaskap“

Hatari á sviðinu um helgina.
Hatari á sviðinu um helgina. mbl.is/Eggert

Til þess að Hatara yrði mögulega vísað úr keppni í Eurovison í Ísrael þyrfti hljómsveitin að brjóta reglurnar með því að „draga pólitík upp á svið eða í þá opinberu viðburði sem Eurovision stendur fyrir“.

Þetta sagði Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision í ár, í samtali við Kastljós en hljómsveitin hefur gagnrýnt ástand mála í Ísrael. 

Hann sagði að mjög litlu hafi munað að Silvía Nótt yrði rekin úr keppninni á sínum tíma fyrir að gera lítið úr henni og keppnishöldurunum.

KAN er ríkissjónvarpsstöð Ísraela sem sendir frá keppninni og að sögn Felix þarf að koma fram við hana af virðingu. „Ef menn eru með rakinn dónaskap þá getur það gerst,“ sagði hann um mögulega brottvísun. Stjórn Eurovision myndi funda um slíkt en hann kveðst aldrei hafa séð það gert áður.

Hatari er kominn í pásu frá fjölmiðlum, að sögn Felix, og er hljómsveitin að einbeita sér að því að fínstilla atriðið sitt.    

Hefðu átt að sniðganga Eurovision

Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og starfsmaður forsætisráðuneytisins, var einnig gestur þáttarins. Hún bjó í austurhluta Jerúsalems í nokkur ár.

Hún sagði að Íslendingar hefðu átt að sniðganga Eurovision vegna landtöku ísraelskra stjórnvalda. Taldi hún að skilaboð Hatara myndu missa marks á sviðinu í Tel Aviv. 

„Mér finnst ríki sem eru fulltrúar lýðræðis og mannréttinda í raun og veru vera þátttakendur í mannréttindabroti með því að taka þátt í Eurovision í Ísrael. Það er mín skoðun eftir hafa verið þarna í 4 ár. Ástandið var mun verra en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér,“ sagði hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að passa að sambönd þín við vini og vandamenn staðni ekki. Standsetning húsnæðis, endurbætur eða verslunarleiðangur fyrir heimilið kætir þig mjög.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að passa að sambönd þín við vini og vandamenn staðni ekki. Standsetning húsnæðis, endurbætur eða verslunarleiðangur fyrir heimilið kætir þig mjög.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir