Ísraelar óttast Hatara

Hatari á sviðinu í Laugardalshöll um helgina.
Hatari á sviðinu í Laugardalshöll um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eurovision í ár verður mjög pólitísk eftir að framlag Íslands var valið um helgina. Hatari hótar að mótmæla í Tel Aviv í maí og skorar á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.

Þetta kemur fram í ísraelska fréttamiðlinum Haaretz en þar á bæ virðast menn hafa talsverðar áhyggjur af því að Hatari muni valda usla í Ísrael. 

„Liðsmenn Hatara sögðu að Ísland ætti ekki að taka þátt í keppninni í Ísrael en hafa nú ákveðið að mótmæla stefnu Ísraels. Þetta er uppskrift að klúðri. Þeir hafa einnig skorað á Netanyahu í þjóðlega íslenska glímu, daginn eftir úrslitin,“ kemur fram í greininni á Haaretz, þar sem augljóst er að blaðamanni er ekki hlátur í huga.

Talað er um að texti lagsins sé fullur af hatri, meðal annars bent á línuna „Evrópa hrynja“. 

Augljóst er að mati blaðamanns Haaretz að keppnin er stöðugt að verða pólitískari, þrátt fyrir yfirlýst markmið um annað. Annað dæmi um það er að Úkraína dró sig úr keppninni í síðustu viku eftir meint tengsl söngkonunnar við Rússland.



Mun Netanyahu glíma við liðsmenn Hatara?
Mun Netanyahu glíma við liðsmenn Hatara? AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup