Segir ástarsambönd Jackson uppgerð

Michael Jackson er sakaður um barnaníð í nýrri heimildarmynd.
Michael Jackson er sakaður um barnaníð í nýrri heimildarmynd. mbl.is/AFP

Heim­ild­ar­mynd­in Lea­ving Neverland var sýnd í Banda­ríkj­un­um um helg­ina eft­ir að hafa verið frum­sýnd á Sund­ance-kvik­mynda­hátíðinni í janú­ar. Í heim­ild­ar­mynd­inni koma fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Michael Jackson um barn­aníð. Kem­ur meðal ann­ars fram í mynd­inni að Jackson hafi sviðsett sam­bönd sín við kon­ur. 

Mbl.is hef­ur áður greint tölu­vert frá efni mynd­ar­inn­ar en vef­miðill­inn ET fór yfir það helsta sem kom fram í mynd­inni eft­ir að mynd­in var sýnd vest­an­hafs um helg­ina. Op­in­ber sam­bönd hans við kon­ur eru þar á meðal. 

Í mynd­inni saka þeir James Sa­fechuck og Wade Rob­son Jackson um að hafa mis­notað þá sem börn. Þegar mis­notk­un­in á að hafa átt sér stað var Jackson þó í sam­bönd­um við Lisu Marie Presley og Debbie Rowe, sem hann bæði kvænt­ist og skildi við. 

Sa­fechuck held­ur því fram að sam­bönd­in hafi verið upp­gerð af hálfu Jackson.

„Ég man að Michael sagði mér að hann ætlaði að vera í op­in­beru sam­bandi við kon­ur svo fólk myndi ekki gruna neitt. Hann sagði alltaf að hann ætlaði að kvæn­ast, hann þyrfti að kvæn­ast en það myndi ekki þýða neitt,“ er Sa­fechuck sagður hafa rifjað upp í heim­ild­ar­mynd­inni.

Neverland-búgarður Jackson.
Neverland-búg­arður Jackson. mbl.is/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir