Segir ástarsambönd Jackson uppgerð

Michael Jackson er sakaður um barnaníð í nýrri heimildarmynd.
Michael Jackson er sakaður um barnaníð í nýrri heimildarmynd. mbl.is/AFP

Heimildarmyndin Leaving Neverland var sýnd í Bandaríkjunum um helgina eftir að hafa verið frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar. Í heim­ild­ar­mynd­inni koma fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Michael Jackson um barn­aníð. Kemur meðal annars fram í myndinni að Jackson hafi sviðsett sambönd sín við konur. 

Mbl.is hefur áður greint töluvert frá efni myndarinnar en vefmiðillinn ET fór yfir það helsta sem kom fram í myndinni eftir að myndin var sýnd vestanhafs um helgina. Opinber sambönd hans við konur eru þar á meðal. 

Í myndinni saka þeir James Safechuck og Wade Robson Jackson um að hafa misnotað þá sem börn. Þegar misnotkunin á að hafa átt sér stað var Jackson þó í samböndum við Lisu Marie Presley og Debbie Rowe, sem hann bæði kvæntist og skildi við. 

Safechuck heldur því fram að samböndin hafi verið uppgerð af hálfu Jackson.

„Ég man að Michael sagði mér að hann ætlaði að vera í opinberu sambandi við konur svo fólk myndi ekki gruna neitt. Hann sagði alltaf að hann ætlaði að kvænast, hann þyrfti að kvænast en það myndi ekki þýða neitt,“ er Safechuck sagður hafa rifjað upp í heimildarmyndinni.

Neverland-búgarður Jackson.
Neverland-búgarður Jackson. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir