„Ég gerði þetta ekki“

Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly.
Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly. AFP

„Ég gerði þetta ekki. Þetta er ekki ég,“ segir tónlistarmaðurinn R. Kelly í viðtali við CBS This Morning. Hann segist berjast fyrir lífi sínu í viðtalinu sem birt verður í dag. Hann segir að ásakanir á hendur honum um alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum konum eigi ekki við rök að styðjast en þetta er í fyrsta skipti sem hann tjáir sig opinberlega um málið frá því það kom upp. 

„Hvort sem um gamlan orðróm, nýjan orðróm, orðróm í framtíðinni er að ræða þá er hann ekki sannur,“ segir Kelly en stikla úr þættinum var birt í gær. Hann missti stjórn á tilfinningum sínum í viðtalinu, að því er segir í fréttum fjölmiðla sem hafa séð stikluna.

Kelly, sem er 52 ára gamall, neitaði sök í síðasta mánuði þegar hann kom fyrir dómara í Chicago sakaður um gróf kynferðisbrot í tíu liðum. Hann var í varðhaldi í þrjá daga en var látinn laus eftir að hafa greitt 100 þúsund Bandaríkjadali en það svarar til 10% af tryggingarfjárhæðinni sem sett var fyrir lausn hans.

Kynferðisofbeldið á að hafa átt sér stað á tímabilinu maí 1998 til janúar 2020 samkvæmt saksóknara. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kelly er sakaður um kynferðisbrot. Árið 2002 var hann ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart 14 ára gamalli stúlku eftir að hann tók kynmök við hana upp á myndskeið. Hann var sýknaður af ákæru um barnaníð árið 2008. Hann segir nú að fortíðin sé notuð gegn honum. 

Kelly talar einnig um frétt BuzzFeed frá árinu 2017 en þar kom fram að hann hafi haldið konum sem sýndarkynlífsþrælum í húsum sem hann á í Chicago og Atlanta. Hann hefur alltaf neitað því að hafa haldið þeim gegn vilja þeirra. „Ég þarf þess ekki. Hvers vegna ætti ég að þurfa þess? Hversu heimskulegt væri það fyrir R. Kelly, miðað við allt það sem ég hef gengið í gegnum áður, að halda einhverjum án hans vilja?“ spyr Kelly í þættinum. „Þetta er heimskulegt,“ bætir hann við.

Í janúar var sýnd heimildarmynd í sex þáttum sem nefnist „Surviving R. Kelly“. Í henni er hann sagður upptekinn af kynferðislegri, andlegri og líkamlegri misnotkun á stúlkum og konum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup