R. Kelly sendur aftur í fangelsi

Tónlistarmaðurinn R. Kelly var aftur fluttur í fangelsi á miðvikudaginn en aðeins er um vika síðan hann var látinn laus gegn tryggingu. Ástæðan fyrir fangelsisvistuninni á miðvikudaginn var þó ekki alvarlegt kynferðisbrot eins og áður heldur vangoldnar meðlagsgreiðslur. 

BBC greinir frá því Kelly skuldi fyrrverandi eiginkonu sinni 160 þúsund Bandaríkjadali í meðlag eða rúmlega 19 milljónir íslenskra króna. Lögmaður Kelly sagði hann hafa átt í fjárhagsvandræðum. Kelly hefur verið sniðgenginn af mörgum auk þess sem hann missti plötusamning sinn. Var hann tilbúinn til þess að borga hluta upphæðarinnar en dómarinn tók það ekki í mál. 

Kelly, sem er 52 ára gam­all, neitaði sök í síðasta mánuði þegar hann kom fyr­ir dóm­ara í Chicago sakaður um gróf kyn­ferðis­brot í tíu liðum. Hann var í varðhaldi í þrjá daga en var lát­inn laus eft­ir að hafa greitt 100 þúsund Banda­ríkja­dali en það svar­ar til 10% af trygg­ing­ar­fjár­hæðinni sem sett var fyr­ir lausn hans.

R. Kelly var aftur fluttur í fangelsi.
R. Kelly var aftur fluttur í fangelsi. mbl.is/AFP
R. Kelly.
R. Kelly. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup