Dimma Ragnars til Hollywood

Ragnar Jónasson rithöfundur.
Ragnar Jónasson rithöfundur. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrrverandi forstjóri bandaríska kvikmyndarisans Warner Brothers, Greg Silverman, hefur tryggt sér réttinni á bókinni Dimmu eftir Ragnar Jónasson rithöfund, en til stendur að framleiða sjónvarpsþætti eftir sögunni sem er fyrsta bókin í fyrirhuguðum þríleik.

Fjallað er um málið á vefmiðlinum Deadline.com en fyrirtæki Silvermans, Stampede, mun framleiða sjónvarpsþættina. Bækur Ragnars hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál en Dimma kom út árið 2015 á íslensku og í Bandaríkjunum á síðasta ári.

Dimma fjallar um lögreglukonuna Huldu Hermannsdóttur sem neyðist til þess að láta af störfum fyrr en til stóð og ákveður að taka að sér eitt mál að lokum sem ekki hefur tekist að leysa og snýst um leyndardómsfullt andlát ungs hælisleitanda frá Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skákar jafnvel hinum mestu refum í dag. Hugsaðu þig vel um áður en þú hellir þér út í samvinnu með öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Camilla Läckberg
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skákar jafnvel hinum mestu refum í dag. Hugsaðu þig vel um áður en þú hellir þér út í samvinnu með öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Camilla Läckberg
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir