GDRN hlaut fern verðlaun

GDRN hlaut flest verðlaun allra á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld, …
GDRN hlaut flest verðlaun allra á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld, fern talsins. mbl.is/Eggert

Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Hörpu. Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, GDRN, hlaut flest verðlaun, eða fern talsins.

Hún átti poppplötu ársins, en alls voru afhent verðlaun fyrir plötu ársins í átta mismunandi flokkum.

Valdimar fékk verðlaun fyrir rokkplötu ársins, JóiPé&Króli áttu rappplötu ársins, Auður átti raftónlistarplötu ársins, Karl Olgeirsson fékk verðlaun fyrir djass og blúsplötu ársins, Umbra átti þjóðlagatónlistarplötu ársins og Gyða Valtýsdóttir fékk verðlaun fyrir plötu ársins í svokölluðum opnum flokki.

Þá átti Víkingur Heiðar Ólafsson plötu ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar.

Valdimar átti rokkplötu ársins og var karlsöngvari ársins.
Valdimar átti rokkplötu ársins og var karlsöngvari ársins. mbl.is/Eggert

GDRN var söngkona ársins og Valdimar var valinn söngvari ársins, í flokki rokks, popps, raftónlistar og rapps og hiphopps.

Tónlistarkonan Bríet var valin bjartasta vonin og Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló sjálfur, var valinn textahöfundur ársins.

Hatari fékk svo verðlaun fyrir tónlistarflytjanda ársins og þakkarræða sveitarinnar hefur vakið athygli í kvöld.

Þá fékk Jón Ásgeirsson tónskáld sérstök heiðursverðlaun Samtón og Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Jón Ásgeirsson hlaut heiðursverðlaun kvöldsins og tekur hér við þeim …
Jón Ásgeirsson hlaut heiðursverðlaun kvöldsins og tekur hér við þeim úr hendi Lilju Alfreðsdóttur menningar- og menntamálaráðherra. mbl.is/Eggert

Svona mætti lengi halda áfram að telja, en hér að neðan má lesa listann yfir alla verðlaunahafa kvöldsins:

Opinn Flokkur / Þjóðlagatónlist / Kvikmynda- og leikhústónlist

Útgáfa ársins - Kvikmynda- og leikhústónlist

Davíð Þór Jónsson - Kona fer í stríð

Plata ársins - Opinn flokkur

Gyða Valtýsdóttir - Evolution

Plata ársins - Þjóðlagatónist

Umbra - Sólhvörf

Lag/tónverk ársins opinn flokkur / Þjóðlagatónlist / Kvikmynda- og leikhústónlist

Arnór Dan, Stone by stone

Plötuumslag ársins

Jónas Sig. - Milda hjartað

Hönnun: Ámundi Sigurðsson

Ljósmyndir: Jónatan Grétarsson

Upptökustjórn ársins:

Ómar Guðjónsson fyrir Milda hjartað - Jónas Sig

 

Rokk, popp, raftónlist, rapp og hiphopp

Plata ársins - Popp:

GDRN - Hvað ef

Plata ársins - Rokk:

Valdimar - Sitt sýnist hverjum

Plata ársins - Rapp/Hiphopp:

JóiPé & Króli - Afsakið hlé

Plata ársins - Raftónlist:

Auður - Afsakanir

Lag ársins - Popp:

GDRN - Lætur mig

Lag ársins - Rokk:

Benny Crespo's Gang - Another Little Storm

Lag ársins - Rapp/Hiphopp:

JóiPé & Króli - Í átt að tunglinu

Lagahöfundur ársins

Auðunn Lúthersson (Auður)

Textahöfundur ársins

Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló)

Söngkona ársins

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir (GDRN)

Söngvari ársins

Valdimar Guðmundsson

Tónlistarviðburður ársins

Aldrei fór ég suður

Tónlistarflytjandi ársins

Hatari

Bjartasta von Rásar 2 og Íslensku tónlistarverðlaunanna

Bríet

Tónlistarmyndband ársins 2018 - Albumm.is og Íslensku Tónlistarverðlaunin

GDRN – Lætur mig ft. Floni & ra:tio

Leikstjóri: Ágúst Elí

Sígild og samtímatónlist

Plata ársins - Sígild og samtímatónlist

Johann Sebastian Bach - Víkingur Heiðar Ólafsson

Tónverk ársins - Sígild og samtímatónlist

Spectra - Anna Þorvalds

Tónlistarflytjandi ársins - einstaklingar : Sígild og samtímatónlist

Víkingur Heiðar Ólafsson

Tónlistarflytjandi ársins - hópar : Sígild og samtímatónlist

Strokkvartettinn Siggi

Söngvari ársins - Sígild og samtímatónlist

Oddur Arnþór Jónsson

Söngkona ársins - Sígild og samtímatónlist

Hallveig Rúnarsdóttir

Tónlistarviðburður ársins - Tónleikar : Sígild og samtímatónlist

Brothers eftir Daníel Bjarnason - Íslenska Óperan, Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt einsöngvurum og kór Íslensku óperunnar

Tónlistarhátíð ársins - hátíðir : Sígild og samtímatónlist

Óperudagar í Reykjavík

Bjartasta vonin - Sígild og samtímatónlist

Björk Níelsdóttir

Djass og blús

Plata ársins - Djass og blús

Karl Olgeirsson - Mitt bláa hjarta

Tónverk ársins - Djass og blús

Bugða - Agnar Már Magnússon

Lagahöfundur ársins - Djass og blús

Karl Olgeirsson

Tónlistarflytjandi ársins - Einstaklingar : Djass og blús

Kjartan Valdemarsson

Tónlistarflytjandi ársins - Hópar : Djass og blús

Stórsveit Reykjavíkur

Tónlistarviðburðir ársins - Djass og blús

Tónleikaraðir Jazzklúbbsins Múlans

Bjartasta vonin - Djass og blús

Daníel Helgason

Heiðursverðlaun og sérstök verðlaun Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna

Jón Ásgeirsson

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir