GDRN hlaut fern verðlaun

GDRN hlaut flest verðlaun allra á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld, …
GDRN hlaut flest verðlaun allra á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld, fern talsins. mbl.is/Eggert

Íslensku tón­list­ar­verðlaun­in voru af­hent í kvöld við hátíðlega at­höfn í Hörpu. Tón­list­ar­kon­an Guðrún Ýr Eyfjörð Jó­hann­es­dótt­ir, GDRN, hlaut flest verðlaun, eða fern tals­ins.

Hún átti popp­plötu árs­ins, en alls voru af­hent verðlaun fyr­ir plötu árs­ins í átta mis­mun­andi flokk­um.

Valdi­mar fékk verðlaun fyr­ir rokk­plötu árs­ins, JóiPé&Króli áttu rapp­plötu árs­ins, Auður átti raf­tón­listar­plötu árs­ins, Karl Ol­geirs­son fékk verðlaun fyr­ir djass og blús­plötu árs­ins, Umbra átti þjóðlaga­tón­listar­plötu árs­ins og Gyða Val­týs­dótt­ir fékk verðlaun fyr­ir plötu árs­ins í svo­kölluðum opn­um flokki.

Þá átti Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son plötu árs­ins í flokki sí­gildr­ar og sam­tíma­tón­list­ar.

Valdimar átti rokkplötu ársins og var karlsöngvari ársins.
Valdi­mar átti rokk­plötu árs­ins og var karlsöngv­ari árs­ins. mbl.is/​Eggert

GDRN var söng­kona árs­ins og Valdi­mar var val­inn söngv­ari árs­ins, í flokki rokks, popps, raf­tón­list­ar og rapps og hip­hopps.

Tón­list­ar­kon­an Bríet var val­in bjart­asta von­in og Svavar Pét­ur Ey­steins­son, Prins Póló sjálf­ur, var val­inn texta­höf­und­ur árs­ins.

Hat­ari fékk svo verðlaun fyr­ir tón­listarflytj­anda árs­ins og þakk­arræða sveit­ar­inn­ar hef­ur vakið at­hygli í kvöld.

Þá fékk Jón Ásgeirs­son tón­skáld sér­stök heiður­sverðlaun Sam­tón og Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna.

Jón Ásgeirsson hlaut heiðursverðlaun kvöldsins og tekur hér við þeim …
Jón Ásgeirs­son hlaut heiður­sverðlaun kvölds­ins og tek­ur hér við þeim úr hendi Lilju Al­freðsdótt­ur menn­ing­ar- og mennta­málaráðherra. mbl.is/​Eggert

Svona mætti lengi halda áfram að telja, en hér að neðan má lesa list­ann yfir alla verðlauna­hafa kvölds­ins:

Op­inn Flokk­ur / Þjóðlaga­tónlist / Kvik­mynda- og leik­hús­tónlist

Útgáfa árs­ins - Kvik­mynda- og leik­hús­tónlist

Davíð Þór Jóns­son - Kona fer í stríð

Plata árs­ins - Op­inn flokk­ur

Gyða Val­týs­dótt­ir - Evoluti­on

Plata árs­ins - Þjóðlagatón­ist

Umbra - Sól­hvörf

Lag/​tón­verk árs­ins op­inn flokk­ur / Þjóðlaga­tónlist / Kvik­mynda- og leik­hús­tónlist

Arn­ór Dan, Stone by stone

Plötu­um­slag árs­ins

Jón­as Sig. - Milda hjartað

Hönn­un: Ámundi Sig­urðsson

Ljós­mynd­ir: Jónatan Grét­ars­son

Upp­töku­stjórn árs­ins:

Ómar Guðjóns­son fyr­ir Milda hjartað - Jón­as Sig

 

Rokk, popp, raf­tónlist, rapp og hip­hopp

Plata árs­ins - Popp:

GDRN - Hvað ef

Plata árs­ins - Rokk:

Valdi­mar - Sitt sýn­ist hverj­um

Plata árs­ins - Rapp/​Hip­hopp:

JóiPé & Króli - Af­sakið hlé

Plata árs­ins - Raf­tónlist:

Auður - Af­sak­an­ir

Lag árs­ins - Popp:

GDRN - Læt­ur mig

Lag árs­ins - Rokk:

Benny Crespo's Gang - Anot­her Little Storm

Lag árs­ins - Rapp/​Hip­hopp:

JóiPé & Króli - Í átt að tungl­inu

Laga­höf­und­ur árs­ins

Auðunn Lúth­ers­son (Auður)

Texta­höf­und­ur árs­ins

Svavar Pét­ur Ey­steins­son (Prins Póló)

Söng­kona árs­ins

Guðrún Ýr Eyfjörð Jó­hann­es­dótt­ir (GDRN)

Söngv­ari árs­ins

Valdi­mar Guðmunds­son

Tón­list­ar­viðburður árs­ins

Aldrei fór ég suður

Tón­listarflytj­andi árs­ins

Hat­ari

Bjart­asta von Rás­ar 2 og Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna

Bríet

Tón­list­ar­mynd­band árs­ins 2018 - Albumm.is og Íslensku Tón­list­ar­verðlaun­in

GDRN – Læt­ur mig ft. Floni & ra:tio

Leik­stjóri: Ágúst Elí

Sí­gild og sam­tíma­tónlist

Plata árs­ins - Sí­gild og sam­tíma­tónlist

Johann Sebastian Bach - Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son

Tón­verk árs­ins - Sí­gild og sam­tíma­tónlist

Spectra - Anna Þor­valds

Tón­listarflytj­andi árs­ins - ein­stak­ling­ar : Sí­gild og sam­tíma­tónlist

Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son

Tón­listarflytj­andi árs­ins - hóp­ar : Sí­gild og sam­tíma­tónlist

Strokkvart­ett­inn Siggi

Söngv­ari árs­ins - Sí­gild og sam­tíma­tónlist

Odd­ur Arnþór Jóns­son

Söng­kona árs­ins - Sí­gild og sam­tíma­tónlist

Hall­veig Rún­ars­dótt­ir

Tón­list­ar­viðburður árs­ins - Tón­leik­ar : Sí­gild og sam­tíma­tónlist

Brot­h­ers eft­ir Daní­el Bjarna­son - Íslenska Óper­an, Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands ásamt ein­söngvur­um og kór Íslensku óper­unn­ar

Tón­list­ar­hátíð árs­ins - hátíðir : Sí­gild og sam­tíma­tónlist

Óperu­dag­ar í Reykja­vík

Bjart­asta von­in - Sí­gild og sam­tíma­tónlist

Björk Ní­els­dótt­ir

Djass og blús

Plata árs­ins - Djass og blús

Karl Ol­geirs­son - Mitt bláa hjarta

Tón­verk árs­ins - Djass og blús

Bugða - Agn­ar Már Magnús­son

Laga­höf­und­ur árs­ins - Djass og blús

Karl Ol­geirs­son

Tón­listarflytj­andi árs­ins - Ein­stak­ling­ar : Djass og blús

Kjart­an Valdemars­son

Tón­listarflytj­andi árs­ins - Hóp­ar : Djass og blús

Stór­sveit Reykja­vík­ur

Tón­list­ar­viðburðir árs­ins - Djass og blús

Tón­leik­araðir Jazz­klúbbs­ins Múl­ans

Bjart­asta von­in - Djass og blús

Daní­el Helga­son

Heiður­sverðlaun og sér­stök verðlaun Sam­tóns og Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna

Jón Ásgeirs­son

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir