Söngkonan Barbara Streisand hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við þeim ásökunum sem bornar eru á Michael Jackson í heimildarmyndinni Leaving Neverland.
Í viðtali við The Times segist Streisand trúa ásökununum sem settar eru fram en að kynferðisofbeldið „hafi ekki drepið þá“.
„Kynferðislegar þarfir hans voru kynferðislegar þarfir hans, sem komu frá barnæsku eða erfðaefni hans. Þú getur sagt að þeir hafi verið misnotaðir, en þessi börn, eins og þau segja, elskuðu að vera þarna. Þeir eru báðir giftir og eiga börn svo þetta drap þá ekki,“ sagði Streisand í viðtalinu.
Meðal þeirra sem hafa brugðist við ummælum Streisand er Dan Reed, leikstjóri Leaving Neverland. „Sagðirðu þetta í alvöru?“ spyr Reed.
“It didn’t kill them” @BarbraStreisand did you really say that?!#LeavingNerverland https://t.co/p4sIaPIHK6
— Dan Reed (@danreed1000) 22 March 2019
You can't simultaneously say you believe accusers *and* say it wasn't the accused's fault.
— Alexander W. McCall (@awmccall) 22 March 2019
“You can say ‘molested’, but” is a bold way to start a sentence https://t.co/5MXi11RvDx
— max (@MaxOnTwitter) 23 March 2019