Mick Jagger segist miður sín yfir því að valda aðdáendum vonbrigðum, en hljómsveit hans, The Rolling Stones, hefur tilkynnt að fresta þurfi tónleikaferðalagi sveitarinnar um Bandaríkin og Kanada vegna heilsu Jagger.
Söngvaranum, sem er 75 ára gamall, var meinað af læknum sínum að fara á tónleikaferðalagið, en þeir búast þó við að hann nái fullum bata.
Engar nánari upplýsingar um veikindi Jagger hafa verið opinberaðar, en í tilkynningu frá The Rolling Stones segir að söngvarinn þurfi á læknismeðferð að halda. „Læknarnir sögðu Mick að hann gæti búist við því að ná fullum bata svo hann komist á svið sem allra fyrst.“
I’m so sorry to all our fans in America & Canada with tickets. I really hate letting you down like this.
— Mick Jagger (@MickJagger) 30 March 2019
I’m devastated for having to postpone the tour but I will be working very hard to be back on stage as soon as I can. Once again, huge apologies to everyone.