Fresta tónleikaferð vegna heilsu Jagger

Söngvaranum, sem er 75 ára gamall, var meinað af læknum …
Söngvaranum, sem er 75 ára gamall, var meinað af læknum sínum að fara á tónleikaferðalagið. AFP

Mick Jagger segist miður sín yfir því að valda aðdáendum vonbrigðum, en hljómsveit hans, The Rolling Stones, hefur tilkynnt að fresta þurfi tónleikaferðalagi sveitarinnar um Bandaríkin og Kanada vegna heilsu Jagger.

Söngvaranum, sem er 75 ára gamall, var meinað af læknum sínum að fara á tónleikaferðalagið, en þeir búast þó við að hann nái fullum bata.

Engar nánari upplýsingar um veikindi Jagger hafa verið opinberaðar, en í tilkynningu frá The Rolling Stones segir að söngvarinn þurfi á læknismeðferð að halda. „Læknarnir sögðu Mick að hann gæti búist við því að ná fullum bata svo hann komist á svið sem allra fyrst.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir