Af hverju hætti Gaga með unnustanum?

Lady Gaga og unnustinn Christian Carino í lok janúar.
Lady Gaga og unnustinn Christian Carino í lok janúar. mbl.is/AFP

Rétt áður en Lady Gaga vann Óskar­sverðlaun og söng lagið Shallow á eft­ir­minni­leg­an hátt með Bra­dley Cooper í fe­brú­ar bár­ust frétt­ir af sam­bands­slit­um henn­ar og unn­ust­ans, Christian Car­ino. Sam­kvæmt heim­ild­um Us Weekly var það Gaga sem tók ákvörðun um að slíta trú­lof­un­inni og hefði umboðsmaður­inn mátt koma bet­ur fram við hana. 

„Chris kom ekki mjög vel fram við Gaga í lok­in á sam­band­inu,“ sagði heim­ild­armaður en Gaga og Car­ino voru sam­an í tvö ár. Er Gaga sögð hafa treyst á leik­ar­ann Jeremy Renner eft­ir sam­bands­slit­in. 

„Hann var af­brýðisam­ur,“ sagði ann­ar aðili. „Hann var alltaf að reyna að finna hana og sendi henni mikið af skila­boðum. Vin­ir henn­ar kunnu ekki vel við hann.“

Það var því ekki endi­lega meint fram­hjá­hald Lady Gaga og Bra­dley Cooper sem varð til þess að Gaga og Car­ino hættu sam­an. 

Lady Gaga.
Lady Gaga. mbl.is/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Kraftur þinn og úthald er mikið um þessar mundir og þú ert fær um að vinna mikið og lengi. Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Kraftur þinn og úthald er mikið um þessar mundir og þú ert fær um að vinna mikið og lengi. Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell