Nipsey Hussle skotinn til bana

Nipsey Hussle var skotinn til bana í Los Angeles í …
Nipsey Hussle var skotinn til bana í Los Angeles í gær. AFP

Rapparinn Nipsey Hussle, sem var tilnefndur til Grammy-verðlauna, var skotinn til bana í Los Angeles í gær. Fjölmargt tónlistarfólk minnist hans á samfélagsmiðlum og talar borgarstjórinn um glórulaust vopnað ofbeldi í borginni. Hussle var 33 ára gamall þegar hann lést.

Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum var Hussle skotinn til bana fyrir utan eigin fataverslun síðdegis í gær. Morðinginn skaut hann af stuttu færi og flúði síðan á brott með bifreið. 

Nipsey Hussle.
Nipsey Hussle. AFP

Borgarstjórinn í Los Angeles, Eric Garcetti, skrifar á Twitter að hugur hans sé hjá ættingjum Nipsey Hussle. Í hvert skipti sem ung manneskja í borginni er drepin með byssu blæði borginni. Að sögn talsmanns lögreglunnar er morðingjans enn leitað en Los Angeles Times segir í frétt að allt bendi til þess að morðið hafi verið skipulagt og tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 

Snoop Dogg skrifar á Instagram að félagi hans hafi farið allt of snemma og hann hugsi til þeirra góðu stunda saman. Rihanna segir að þetta sé algjörlega óskiljanlegt. 

Plata Hussle, Victory Lap, var tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir bestu rappplötu ársins.  

Hussle hét réttu nafni Ermias Asghedom og var af mörgum álitinn fyrirmynd - ungur maður sem tókst að vinna sig upp úr fátækt í að verða þekktur tónlistarmaður. Hann tók meðal annars þátt í að byggja upp hverfi í suðurhluta borgarinnar þar sem mikil fátækt ríkir. 

Hussle var áður félagið í götugengi og fór aldrei leynt með fortíð sína. Í viðtali við Los Angeles Times í fyrra sagði hann að á þeim tíma hafi hann ásamt félögum sínum í Crips tekist á við dauðann, við morð.

Þetta var eins og að búa á stríðssvæði þar sem fólk dó á þessu svæði og allir urðu eiginlega dálítið ónæmir fyrir þessu. Þessu er sennilega best lýst sem áfallastreituröskun, eitthvað svipað því sem fólk sem býr á átakasvæðum upplifir, sagði Hussle í viðtalinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka