Jagger aftur á svið í júlí?

Mick Jagger og félagar í Rolling Stones hafa frestað tónleikum …
Mick Jagger og félagar í Rolling Stones hafa frestað tónleikum sínum. mbl.is/AFP

Um helg­ina var tón­leika­ferðalagi Roll­ing Stones frestað um óákveðinn tíma vegna þess að Mick Jag­ger þurfti á hjartaaðgerð að halda. Nú grein­ir Bill­bo­ard frá því að öld­ung­arn­ir í hljóm­sveit­inni ætli að gera til­raun til þess að fara á tón­leika­ferðalagið um Norður-Am­er­íku í lok sum­ars. 

Heim­ild­ar­menn sem tengj­ast tón­leika­ferðalagi hljóm­sveit­ar­inn­ar segja að ferðalagið hefj­ist lík­lega í júlí og fær­ir Bill­bo­ard rök fyr­ir þess­ari tíma­setn­ingu. Með því að fara af stað í júlí nær hljóm­sveit­in mögu­lega styttra ferðalagi en enn sé þó ekki byrjað að spila íþrótta­leiki á leik­vöng­un­um sem hljóm­sveit­in átti að koma fram á.  

„Við erum byrjuð að huga að nýj­um dag­setn­ing­um og við ætl­um að reyna að gera það eins fljótt og hægt er,“ sagði John Meg­len hjá fyr­ir­tæk­inu Concerts West sem sér um aug­lýsa tón­leika­ferðalagið sem af­lýsti þurfti og átti að hefjast seinna í apríl. 

„Heilsa og ham­ingja er í fyrsta sæti,“ sagði Meg­len en sagði að nýj­ar dag­setn­ing­ar fyr­ir tón­leika­ferðalagið verði kynnt­ar á næstu vik­um. 

Rolling Stones.
Roll­ing Stones. mbl.is/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir