Jagger í hjartaaðgerð

Mick Jagger ásamt félögum sínum í Rolling Stones í Berlín …
Mick Jagger ásamt félögum sínum í Rolling Stones í Berlín í fyrra. AFP

Söngv­ari Roll­ing Stones, Mick Jag­ger, er á leið í hjartaaðgerð þar sem þarf að skipta um hjarta­loku og það er ástæða þess að hljóm­sveit­in frestaði á laug­ar­dag tón­leika­ferðalagi um Norður-Am­er­íku. 

Breska hljóm­sveit­in til­kynnti á laug­ar­dag að No Filter-tón­leika­ferðalag­inu yrði frestað vegna veik­inda Jag­ger án þess að það kæmi fram hver ástæðan væri. Nú hef­ur tón­list­ar­tíma­ritið Roll­ing Stone upp­lýst um ástæðuna sem og Drudge Report. Aðgerðin verður gerð á föstu­dag í New York. 

Mick Jag­ger var ráðlagt af lækn­um að fresta tón­leika­ferðalag­inu en að hann megi gera ráð fyr­ir full­um bata, sagði meðal ann­ars í til­kynn­ing­unni á laug­ar­dag.

Jag­ger skrifaði sjálf­ur á Twitter að hon­um þætti þetta mjög leitt gagn­vart öll­um þeim sem ættu miða á tón­leika Roll­ing Stone í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada. Hann ætli sér að kom­ast sem fyrst á svið að nýju.

Jag­ger sem er 75 ára gam­all á átta börn, 5 barna­börn og eitt langafa­barn. Hljóm­sveit­in hef­ur starfað óslitið frá ár­inu 1962 eða í 57 ár. Til stóð að Roll­ing Stones myndi spila á 17 tón­leik­um í Norður-Am­er­íku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir