Vona að Rómeó og Júlía fjölgi sér

Vatnafroskarnir Rómeó og Júlía tóku stórt skref í vikunni þegar Júlía flutti inn í fiskabúr Rómeós. Vísindamenn binda miklar vonir við að froskarnir muni fjölga sér og bjarga þannig sehuencas-vatnafroskategundinni frá útrýmingu.

Rómeó hafði verið makalaus í um áratug, allt þar til Júlía fannst djúpt í iðrum frumskógarins í Bólivíu í janúar. Til stóð að þeirra fyrsta stefnumót yrði á Valentínusardaginn, en það frestaðist örlítið á meðan vísindamenn gengu úr skugga um að ekki stafaði sýkingarhætta af Júlíu. Skæð sýking hefur herjað á tegundina og nánast útrýmt henni.

Rómeó og Júlía hittust fyrst 1. mars og hefur sambandið gengið eins og í sögu. „Rómeó hefur verið voða ljúfur við Júlíu, fylgt henni eftir í búrinu og fórnað ormunum sínum í máltíðir fyrir hana,“ segir Teresa Camacho Badani, forstöðumaður skriðdýra­deild­ar Nátt­úru­m­inja­safns Bóli­víu.

Hún segir að það sé yndislegt að fylgjast með Rómeó í góðum félagsskap eftir að hafa verið einsamall svo árum skiptir. Nú á hins vegar eftir að koma í ljós hvort mökunarferlið gangi eftir.

„Það er erfitt að segja til um hvað gerist næst því í raun vitum við lítið um æxlun þessarar tegundar. Við gætum þurft að bíða í nokkra daga eða vikur en við það gæti líka eitthvað farið að gerast mjög fljótlega,“ segir Christopher Jordan náttúruverndarsinni.

Vísindamenn og dýraverndunarsinnar binda miklar vonir við að Rómeó (til …
Vísindamenn og dýraverndunarsinnar binda miklar vonir við að Rómeó (til hægri) og Júlía bjargi sehuencas-vatnafroskategundinni frá útrýmingu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir