Þvottabretti Rúriks slær í gegn

Rúrik Gíslason birti mynd af sér í sólbaði á Instagram.
Rúrik Gíslason birti mynd af sér í sólbaði á Instagram. skjáskot/Instagram

Knattspyrnukappinn og Instagram-kóngurinn Rúrik Gíslason sló í gegn á samfélagsmiðlinum í gær. Birti Rúrik gamla mynd af sér í sólbaði og skrifaði „Throwback Thursday...“ en það hefur verið vinsælt að birta gamlar myndir af sér undir myllumerkinu á fimmtudögum. Skornir magavöðvar Rúriks stálu athyglinni á myndinni. 

Á rúmum sólahring fékk Rúrik yfir 110 þúsund „like“. Voru það ekki bara eldheitir aðdáendur Rúriks frá Suður-Ameríku sem lýstu aðdáun sinni á íslenska þvottabrettinu. Íslenskir landsliðsmenn, gamlir og nýjir, létu sitt heldur ekki eftir liggja. 

Nei andskotinn,“ skrifaði markvörðurinn Hannes Halldórsson. Annar markvörður í íslenska landsliðinu tók í sama streng en á dönsku. „Hold kæft det er fløde,“ skrifaði Frederik Schram. 

„Ég held ég hafi gerst sekur um andlegt framhjáhald rétt í þessu,“ skrifaði tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og bað eiginkonu sína Hafdísi Björk afsökunar. 

View this post on Instagram

Throwback Thursday...

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Apr 4, 2019 at 10:26am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir