MacKenzie Bezos, er nú meðal ríkustu kvenna heims. Hún skildi nýlega við Jeff Bezos, ríkasta mann heims og stofnanda Amazon en samkvæmt skilnaðaskilmálum mun hún halda eftir 4% hlut í Amazon.
Hún er þriðja ríkasta kona heims, ef marka má lista Forbes sem gefinn var út í mars síðastliðinn, fyrir skilnað þeirra hjóna. BBC greinir frá þessu. Listinn yfir ríkustu konur heims er því sem hér segir:
Hin franska Françoise erfði 33% af snyrtifyrirtækinu L'Oréal, ásamt fjölskyldu sinni. Hún er 65 ára en erfði auðæfin frá móður sinni Liliane Bettencourt, sem dó í september árið 2017, 94 ára að aldri. Auðæfi hennar eru metin á 49.3 milljarða Bandaríkjadala.
Walton er 69 ára og eina dóttir Sam Waltons, stofnanda verslunarrisans Walmart. Hún starfar ekki hjá fjölskyldufyrirtækinu líkt og bræður hennar en einbeitir sér að listum í þess sað. Hún situr í stjórn í Crystal Bridges Museum of American Art í heimabæ sínum, Bentonville í Arkansas. Eignir Walton eru metnar á 44.4 milljarða Bandaríkjadala.
Hin 48 ára Mackenzie Bezos á fjögur börn með stofnanda Amazon. Þau giftust árið 1993 en skildu nýlega og heldur hún í 4% hlut af Amazon. Hluti hennar í fyrirtækinu er metinn á að minnsta kosti 35.6 milljarða Bandaríkjadala en auðæfi hennar eru líklega meiri í heildina. Á næsta tekjulista Forbes, fyrir árið 2022, kemur í ljós skýrara mat á auðæfum hennar.