Blóðmör bar sigur úr býtum

Hljómsveitin Blóðmör á undankvöldi Músíktilrauna. Sveitin sigraði Músíktilraunir 2019 í …
Hljómsveitin Blóðmör á undankvöldi Músíktilrauna. Sveitin sigraði Músíktilraunir 2019 í kvöld. Ljósmynd/Músíktilraunir

Hljómsveitin Blóðmör hafnaði í fyrsta sæti í Músíktilraunum 2019, en úrslitakvöld tónlistarkeppninnar fóru fram í Norðurljósum í Hörpu í kvöld. Undankvöldin voru fjögur talsins og hljómsveitirnar sem hófu leik voru 35. Ellefu hljómsveitir léku síðan í Hörpu í kvöld.

Að því er fram kemur á vef Músíktilrauna var hljómsveitin Blóðmör stofnuð „á heimaslóðum Fræbbblana“, í Kópavogi, haustið 2016. Hélt sveitin sína fyrstu tónleika í apríl á síðasta ári. Síðan þá hefur Blóðmör spilað reglulega í félagsmiðstöðinni Molanum í Kópavogi og einu sinni á R6013 í miðbænum. „Tónlist sveitarinnar er erfitt að lýsa enda hafa þeir sótt sér innblástur úr öllum hugsanlegum áttum,“ segir á vef Músíktilrauna. 

Í öðru sæti var hljómsveitin Konfekt og í þriðja sæti hafnaði Ásta.

Hljómsveitin Konfekt á undankvöldi Músíktilrauna.
Hljómsveitin Konfekt á undankvöldi Músíktilrauna. Ljósmynd/Músíktilraunir
Ásta.
Ásta. Ljósmynd/Músíktilraunir

Hér að neðan eru önnur verðlaun sem tónlistamönnum kvöldsins voru veitt.

Hljómsveit fólksins

Karma Brigade 

Bassaleikari Músíktilrauna

Tumi Hrannar Pálmason, Flammeus.

Gítarleikari Músíktilrauna

Haukur Þór Valdimarsson, Blóðmör.

Hljómborðsleikari Músíktilrauna

Guðjón Jónsson, Flammeus.

Rafheili Músíktilrauna

Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, gugusar.

Söngvari Músíktilrauna

Anna Ingibjörg Þorgeirsdóttir, Konfekt.

Trommuleikari Músíktilrauna

Eva Kolbrún Kolbeins, Konfekt.

Verðlaun fyrir íslenska textagerð

Ásta Kristín Pjetursdóttir, Ásta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir