Leikaraparið Katie Holmes og Jamie Foxx eru enn saman þrátt fyrir að Foxx segði að hann væri einhleypur fyrr á árinu. Þau eru þó ekki líkleg til þess að stíga næsta skref ef marka má heimildir Us Weekly.
Er parið sagt halda sambandinu fyrir sig vegna þess að þau vilja ekki að það komi niður á á fjölskyldum sínum. „Jamie fær hana sjaldan heim til sín og þau hanga oftast saman án barnanna,“ segir heimildarmaður. Bæði eiga þau börn en Holmes sem er fertug á hina 12 ára gömlu Suri með fyrrverandi eiginmanni sínum, Tom Cruise. Foxx á tvær dætur 25 og tíu ára úr fyrri samböndum sínum.