Flyst Secret Solstice í Ölfus?

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi er áhugasamur um að Secret …
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi er áhugasamur um að Secret Solstice-hátíðin verði haldin í sveitarfélaginu. mbl.is/Samsett mynd

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, fundaði í dag með forsvarsmönnum Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar og segir á Facebook-síðu sinni að hátíðarhaldarar horfi nú meðal annars til sveitarfélagsins Ölfuss með mögulegt samstarf í huga.

„Fundurinn núna áðan var fyrst og fremst samráðsfundur. Ekkert var klappað í stein en ákveðnir staðir í sveitarfélaginu ræddir. Allir eiga líklegustu staðirnir það sammerkt að vera vel utan þéttbýlisins í höfuðborg hamingjunnar, Þorláksheaven,“ skrifar Elliði og bætir við að samtalið við hátíðarhaldara muni halda áfram.

Nokkur óvissa hefur verið um mál Secret Solstice-hátíðarinnar, sem haldin hefur verið í Laugardal undanfarin ár. Nýir rekstraraðilar, Live Events ehf., koma nú að rekstri hátíðarinnar, en fyrri rekstraraðilar hafa verið sakaðir um vanefndir á gerðum samningum.

Hátíðin skuld­ar Reykja­vík­ur­borg um tíu millj­ón­ir króna vegna hátíðarinnar sem var hald­in síðasta sum­ar, auk þess sem umboðsaðili banda­rísku þung­arokks­sveit­ar­inn­ar Slayer hef­ur stefnt hátíðinni vegna tæp­lega sex­tán millj­óna króna skuld­ar.

Forsvarsmenn Live Events hafa þó sagt að hátíðin verði haldin, með eða án stuðnings borgarinnar, og eins og lesa má út úr færslu Elliða virðast þeir vera að horfa í kringum sig eftir öðrum heppilegum stöðum til þess að hýsa hátíðina.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir