Standvörðurinn fyrrverandi Pamela Anderson er í áfalli yfir tíðindum dagsins. Anderson sem er góð vinkona Julian Assange og var um tíma sögð eiga í ástarsambandi við hann tjáði sig um handtökuna á honum á Twitter.
„Ég er í áfalli... Ég heyrði illa hvað hann sagði. Hann lítur illa út. Hvernig gátuð þið, Ekvador? (Vegna þess að hann fletti ofan af ykkur). Hvernig gátuð þið þetta, Bretland? Þið eruð auðvitað tík Bandaríkjanna og þurfið að beina athyglinni í aðra átt en að heimskulega Brexit-ruglinu ykkar,“ skrifaði Anderson.
Hún birti strax aðra færslu þar sem hún fer ekki fögrum orðum um Bandaríkin og vandar Donald Trump ekki kveðjurnar.
I am in shock..
— Pamela Anderson (@pamfoundation) April 11, 2019
I couldn’t hear clearly what he said?
He looks very bad.
How could you Equador ?
(Because he exposed you).
How could you UK. ?
Of course - you are America’s bitch and
you need a diversion from your idiotic Brexit bullshit.
And the USA ?
— Pamela Anderson (@pamfoundation) April 11, 2019
This toxic coward of a President
He needs to rally his base? -
You are selfish and cruel.
You have taken the entire world backwards.
You are devils and liars and thieves.
And you will ROTT
And
WE WILL RISE ✊