Harry og Meghan vilja næði

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP

Harry prins og eiginkona hans, Meghan Markle, vilja að að fæðing barns þeirra síðar í mánuðinum fari fram í næði og utan sviðsljóss fjölmiðla, að því er segir í tilkynningu frá Buckingham-höll. Er það ólíkt því skipulagi sem var í kringum fæðingu þriggja barna Vilhjálms prins og Katrínar hertogaynju en þau voru öll sýnd almenningi og fjölmiðlum leyft að mynda þau, skömmu eftir fæðingu.

„Hertoginn og hertogaynjan af Sussex eru mjög þakklát fyrir þá góðvild sem þau finna fyrir alls staðar að í Bretlandi og um heim allan nú þegar þau eru að búa sig undir kiomu barns síns,“ segir í tilkynningu hallarinnar. „Þau hafa tekið þá persónulegu ákvörðun að halda skipulagi í kringum komu barnsins þeirra út af fyrir sig. Hertoginn og hertogaynjan hlakka til að deila hinum spennandi fréttum með öllum þegar þau hafa haft tækifæri til að fagna í einrúmi sem ný fjölskylda.“

Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hjónin íhugi heimafæðingu sem er einnig ólíkt því sem Vilhjálmur og Katrín gerðu en öll þeirra börn fæddust á St. Mary's-sjúkrahúsinu í London. Heimildarmaður dagblaðsins The Sun segir að hjónin vilji meira næði og því komi heimafæðing til greina.

„Hún vill bara venjulega, náttúrulega fæðingu og að tengjast barninu sínu án þess að þurfa að hafa sig til með öllu tilheyrandi á þessum tímapunkti bara fyrir myndatökur,“ segir heimildarmaðurinn.

Harry og Meghan búa nú í Kensington-höll í London þar sem Vilhjálmur og Katrín búa einnig. Þau ráðgera að flytja til Frogmore Cottage í Windsor áður en barnið kemur í heiminn að því er heimildir breskra fjölmiðla herma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar