Útgefendur mörðu rithöfunda í kappleik

Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson verst skoti útgefanda í leiknum í …
Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson verst skoti útgefanda í leiknum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Það var blásið til sóknar á lokadegi Bókmenntahátíðar í Reykjavík í dag þegar rithöfundar og útgefendur mættust í knattspyrnuleik. Úr varð áhugaverður bókmenntaleikur þar sem útgefendurnir fóru að lokum með 4:3 sigur af hólmi.

„Menn halda stundum að rithöfundar kunni ekkert í fótbolta, en þarna sáum við þvílíka takta hjá til dæmis Jóni Kalman og Einari Kárasyni. Þetta eru menn sem eru með mikla hæfileika á mörgum sviðum. En útgefendurnir mörðu sigur, 4:3,“ segir Börkur Gunnarsson, fyrirliði liðs rithöfunda, í samtali við mbl.is í dag.

Leikið var í tvisvar sinnum þrjátíu mínútur og segir Börkur að leikmenn hafi verið í alveg hreint ágætu formi. Þó var hrókerað til í stöðum og skipt reglulega inn á.

„Það eru margir af frægustu rithöfundum heims sem hafa verið mjög góðir í fótbolta. Albert Camus, sem er minn uppáhalds höfundur, var frábær í fótbolta og mjög margir eru mjög góðir,“ segir Börkur.

Hart barist í leik útgefenda og rithöfunda í dag.
Hart barist í leik útgefenda og rithöfunda í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Viðburður sem er kominn til að vera

Leikurinn var skipulagður í kringum Bókmenntahátíð í Reykjavík sem lýkur í dag eftir að hafa staðið frá því á miðvikudag og var um vel heppnaðan viðburð að ræða.

„Við ætlum að hafa þetta árlegt. Þetta er skemmtileg tilbreyting í Bókmenntahátíðina. Hún var mjög vel heppnuð. Að fara að úr því að tala um texta og svo í líkamleg átök og sport er mjög skemmtilegt,“ segir Börkur.

Þrátt fyrir að gleðin hafi verið við völd mátti þú greina á Berki að undirliggjandi rígur hafi brotist út á vellinum.

„Við litum á þetta sem ákveðna ábendingu til útgefenda fyrir kjarasamninga, að við látum þá ekki vaða yfir okkur þrátt fyrir að hafa marið sigur. Þeir vita þá hvers konar hörku við munum sýna í kjarasamningunum. Útgefendur eru höndin sem fæðir okkur, en það getur líka verið hollt að bíta í höndina sem fæðir mann,“ segir Börkur Gunnarsson að lokum við mbl.is.

Börkur Gunnarsson, fyrirliði liðs rithöfunda, með augun á boltanum í …
Börkur Gunnarsson, fyrirliði liðs rithöfunda, með augun á boltanum í leiknum í dag. mbl.is/Árni Sæberg
Friðrik Þór Friðriksson tekur innkast.
Friðrik Þór Friðriksson tekur innkast. mbl.is/Árni Sæberg
Útgefendur spila á milli sín í leiknum í dag en …
Útgefendur spila á milli sín í leiknum í dag en rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson stendur vaktina í vörninni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir