Stærsta opnunarhelgi sögunnar

Avengers-teymið í Hollywood á dögunum. Frá vinstri: Framleiðandinn Kevin Feige …
Avengers-teymið í Hollywood á dögunum. Frá vinstri: Framleiðandinn Kevin Feige og svo leikararnir Chris Hemsworth, Chris Evans, Robert Downey Jr., Scarlett Johansson, Mark Ruffalo og Jeremy Renner. AFP

Ofurhetjukvikmyndin Avengers: Endgame frá Disney er komin á spjöld sögunnar, en engin kvikmynd hefur verið jafn fljót að sópa að sér einum milljarði Bandaríkjadala í aðgangeyri á heimsvísu. Það tók Endgame aðeins fimm daga.

Myndin hefur fengið glimrandi dóma áhorfenda og hafa kvikmyndahús um víða veröld verið þéttsetin frá því myndin var frumsýnd.

Endgame hefur aflað 350 milljóna dollara tekna í Bandaríkjunum, sem er met á opnunarhelgi, og 330 milljóna dollara tekna í Kína, sem einnig er met þar í landi.

Alan Horn, stjórnarformaður Disney, segir að þessi magnaði árangur kvikmyndarinnar sé vitnisburður um hæfileika þeirra sem komu að gerð myndarinnar og þeirri ástríðu sem farið hefur í að glæða sagnaheim Marvel lífi, en Endgame er 22. kvikmyndin sem byggist á Marvel-teiknimyndasögum.

Frétt BBC um málið

Vinsældir Avengers: Endgame eru gríðarlegar, um allan heim. Hér eru …
Vinsældir Avengers: Endgame eru gríðarlegar, um allan heim. Hér eru bíógestir í Caracas í Venesúela á frumsýningu myndarinnar þar í landi á föstudagskvöld. AFP
Aðdáendur mæta á frumsýningu í Hollywood.
Aðdáendur mæta á frumsýningu í Hollywood. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar