Harry til útlanda en hvað með barnið?

Harry og Meghan eiga von á barni.
Harry og Meghan eiga von á barni. mbl.is/AFP

Ekkert bólar á erfingja Harry og Meghan eða að minnsta kosti formlegri tilkynningu um að barnið sé fætt. Talað var um að barnið myndi fæðast í lok apríl eða byrjun maí og lítur út fyrir að von sé á því á allra næstu dögum þar sem Harry er upptekinn í næstu viku eins og breska konungsfjölskyldan tilkynnti í gær. 

Harry hefur verið að sinna opinberum störfum sínum í Bretlandi síðustu daga og í næstu viku eða 8. og 9. maí mun hann ferðast til Hollands. Æstir aðdáendur hjónanna og sjálfskipaðir fræðimenn um líf konungsfjölskyldunnar hafa velt því fyrir sér af hverju tilkynningin komi nú þótt barnið sé ekki fætt svo vitað sé, að því er kemur fram á vef Harper's Bazaar

Einhverjir vilja auðvitað meina að barnið sé nú þegar fætt og Harry og Meghan hafi fagnað fyrstu dögunum í leyni. Talað var um að Meghan ætlaði að reyna að eiga barnið heima svo það væri ekki ómögulegt að halda fæðingu barnsins leyndri fyrst um sinn. 

Aðrir spekingar vilja þó meina að Harry muni hætta við ferðina til Hollands ef svo ber undir. 

Líklegt er að barnið muni að minnsta kosti vera komið í heiminn um miðja næstu viku miðað við fyrri yfirlýsingar Meghan. Meghan verður heldur ekki ein með barnið í nýja húsi hjónanna í Windsor þar sem móðir hennar, Doria Ragland, er sögð hafa komið til Bretlands um miðjan apríl. 

Doria Ragland, móðir Meghan, dvelur hjá hjónunum um þessar mundir.
Doria Ragland, móðir Meghan, dvelur hjá hjónunum um þessar mundir. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar